Viðskipti innlent

FME breytir ekki tilboði Eyjamanna

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Fjármálaeftirlitið hefur hafnað beiðni hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum um breytingu á tilboðsverði.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Fjármálaeftirlitið hefur hafnað beiðni hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum um breytingu á tilboðsverði.

Fjármálaeftirlitið hefur hafnað beiðni frá hluthafa í Vinnslustöðinni um breytingu á tilboðsverði eignarhaldsfélagsins Eyjamanna í Vinnslustöðina.

Samkvæmt 8. mgr. 40. gr laga um verðbréfaviðskipti hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að breyta tilboðsverði ef sérstakar kringumstæður eru fyrir hendi.

Fram kemur í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu að almennt þurfi mikið til að koma svo heimildinni verði beitt, og að eftirlitið telji slíkar aðstæður ekki fyrir hendi.

Tilboð Eyjamanna hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut í Vinnslustöðinni, og var það talið í samræmi við viðskiptaverð daginn áður en tilboðsskylda myndaðist auk verðmatsgreiningar fjármálafyrirtækja.

Fjármálaeftirlitið ítrekar þó í tilkynningu að hluthöfum sé heimilt að hafna tilboðinu, telji þeir það óhagstætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×