Viðskipti innlent

Lækkandi verðbólga

Ísland færist niður á verðbólgulistanum.
Ísland færist niður á verðbólgulistanum. MYND/GVA

Ísland hefur færst niður um tvö sæti á lista yfir ríki Evrópska efnahagssvæðisins sem búa við mestu verðbólgu samkvæmt hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Í maí var Ísland í 6. sæti en er nú komið í 8. sæti. Tólf mánaða verðbólga á Íslandi lækkaði um 1 prósent við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs. Búast má við áframahaldandi lækkun verðbólgu að mati Kaupþings banka.

Þau lönd sem búa við meiri verðbólgu en Íslendingar eru Eystrasaltsl-öndin, Ungverjaland, Búlgaría, Rúmenía og Slóvenía. Ísland er nú á svipuðu róli og Írland og Grikkland þar sem verðbólga er á bilinu 2,6 til 2,8 prósent.

Fram kemur í frétt greiningardeildar Kaupþings banka að búast megi við að verðbólgan lækki ennfrekar í næsta mánuði.

 

Sjá frétt greiningardeildar Kaupþings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×