Viðskipti innlent

Íslensk fyrirtæki verða hluti af OMX-markaðnum

MYND/Stefán

Frá og með deginum í dag verða þau 25 fyrirtæki sem skráð eru á markað hér á landi hluti af sameiginlegri skráningu á hinum norræna OMX-hlutabréfamarkaði.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu OMX verða níu fyrirtækjanna flokkuð í hóp stórra fyrirtækja, tíu í hópi meðalstórra og sex í hópi smárra. Félögin ganga um leið inn í vísitölur OMX-hallarinnar, bæði hvað varðar almennan markað og einstakar greinar atvinnulífsins. Auk íslenskra félaga eru sænsk, dönsk og finnsk félög á OMX-hlutabréfamarkaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×