Innlent

Óvíst hvort konan nær sér að fullu

Konan sem Jón Pétursson misþyrmdi varð fyrir miklum líkamlegum og andlegum skaða við misþyrmingum. Dagana eftir árásina var hún ráðvillt og sýndi dofa í viðbrögðum. Þegar hún leitaði á neyðarmóttöku var hún í losti og mjög vöðvaspennt, að því er fram kemur í dómi.

Læknir sem skoðaði hana sagði hana í miklu áfalli og ástand hennar hafi verið eins og einstaklings sem sloppið hefði úr lífsháska. Konan þurfti á meðferð að halda eftir árásina, upplifði ofsaótta og niðurlægingu í kjölfarið og þjáðist af áfallastreituröskun. Segir í dómnum að óvíst sé hvort hún muni ná sér að fullu.

Þá hlaut hún gríðarmikla líkamlega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×