Innlent

Dæmdur í október fyrir áþekk brot

11. október var Jón Pétursson dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir brot gegn tveimur konum.

Ákæran var í þremur liðum, og var hann sakfelldur fyrir öll brotin, nema að hafa haldið kodda yfir andliti kvennanna þannig að þær ættu erfitt með andardrátt. Þar skorti sannanir.

Hann var sakfelldur fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu sína, slegið hana margsinnis og sparkað í hana, og síðar að hafa ruðst í heimildarleysi inn í íbúð hennar, ráðist á hana með höggum og spörkum og dregið um á hárinu.

Þá var hann dæmdur fyrir að hafa haldið fyrrverandi unnustu sinni í átta tíma á heimili hennar, sparkað í hana og slegið, dregið um á hárinu, slegið höfði hennar við gólfið og nauðgað henni í þrígang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×