Hádegismaturinn við skrifborðið? 13. júní 2007 03:00 Margir hafa lent í þeim aðstæðum að svo mikið er að gera við vinnu að ekki gefst tími til þess að borða hádegismat. Þá er e.t.v. gripið í samloku eða skyrdós við skrifborðið og hádegishléð jafnvel stytt í tíu mínútna hlé með litlum samræðum við samstarfsmenn. Þessi menning er víða í Evrópu og hafa þá rannsóknir vísindamanna um að á skrifborðum sé 400 sinnum meira af bakteríum en á meðalklósetti lítið að segja því að 47 prósent af aðspurðum Bretum vilja borða hádegismatinn við skrifborðið. Starfsmenn í Austur-Evrópu virðast helst leyfa sér að fara í hádegismat og eiga þar góða stund. Yfir 60% starfsmanna í Tékklandi taka sér góðan hádegismat og kemur á óvart að í löndum þar sem matarhefð er mikil eins og á Ítalíu, Frakklandi og Sviss vilja 53%, 47% og 46% af starfsmönnum koma sér þægilega fyrir í hádeginu og borða góðan mat. Aðeins 20% breskra starfsmanna koma sér vel fyrir í hádeginu, 8% sænskra og aðeins 6% af dönskum starfsmönnum hafa tíma til að setjast niður og borða góðan hádegisverð. Alls voru um 17.302 evrópskir starfsmenn spurðir spurningarinnar: „Hvað felst í því að fara í hádegismat?" Svarmöguleikarnir voru: Samloka við borðið/ Göngutúr til að ná sér í bita/ Setjast niður og koma sér vel fyrir með hádegisverð/ Ég borða ekki hádegismat. Þeir sem helst sleppa því að borða hádegismat eru Pólverjar (21%) og Ungverjar (18%) en þeir sem eru síst líklegir til að sleppa hádegismat eru Bretar (9%), Hollendingar (5%) og Frakkar (4%). Í rannsókninni kemur í ljós að þó að siðir og vinnuhefðir geti verið álíka í mörgum Evrópuríkjum er menningin í kringum matinn ólík, einkum þegar um er að ræða að fara frá vinnustað og borða annars staðar. Þeir sem eru duglegastir að hreyfa sig í hádeginu og fara í göngutúr um leið og þeir finna sér bita eru Finnar (58%) og kemur fram í rannsókninni að hollt sé öllum starfsmönnum að hreyfa sig í hádeginu. Það auki líka úthald starfsmanna að vera vel nærðir og þeir verði skilvirkari fram eftir degi eftir útiveru og góða næringu. Bent er á að þeir sem aldrei sjá sér fært að fara frá skrifborðinu og í hádegismat gætu líka farið á námskeið til að bæta stjórnunarhæfileika sína. (Heimild: www.onrec.com) Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðsstjórnun Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Margir hafa lent í þeim aðstæðum að svo mikið er að gera við vinnu að ekki gefst tími til þess að borða hádegismat. Þá er e.t.v. gripið í samloku eða skyrdós við skrifborðið og hádegishléð jafnvel stytt í tíu mínútna hlé með litlum samræðum við samstarfsmenn. Þessi menning er víða í Evrópu og hafa þá rannsóknir vísindamanna um að á skrifborðum sé 400 sinnum meira af bakteríum en á meðalklósetti lítið að segja því að 47 prósent af aðspurðum Bretum vilja borða hádegismatinn við skrifborðið. Starfsmenn í Austur-Evrópu virðast helst leyfa sér að fara í hádegismat og eiga þar góða stund. Yfir 60% starfsmanna í Tékklandi taka sér góðan hádegismat og kemur á óvart að í löndum þar sem matarhefð er mikil eins og á Ítalíu, Frakklandi og Sviss vilja 53%, 47% og 46% af starfsmönnum koma sér þægilega fyrir í hádeginu og borða góðan mat. Aðeins 20% breskra starfsmanna koma sér vel fyrir í hádeginu, 8% sænskra og aðeins 6% af dönskum starfsmönnum hafa tíma til að setjast niður og borða góðan hádegisverð. Alls voru um 17.302 evrópskir starfsmenn spurðir spurningarinnar: „Hvað felst í því að fara í hádegismat?" Svarmöguleikarnir voru: Samloka við borðið/ Göngutúr til að ná sér í bita/ Setjast niður og koma sér vel fyrir með hádegisverð/ Ég borða ekki hádegismat. Þeir sem helst sleppa því að borða hádegismat eru Pólverjar (21%) og Ungverjar (18%) en þeir sem eru síst líklegir til að sleppa hádegismat eru Bretar (9%), Hollendingar (5%) og Frakkar (4%). Í rannsókninni kemur í ljós að þó að siðir og vinnuhefðir geti verið álíka í mörgum Evrópuríkjum er menningin í kringum matinn ólík, einkum þegar um er að ræða að fara frá vinnustað og borða annars staðar. Þeir sem eru duglegastir að hreyfa sig í hádeginu og fara í göngutúr um leið og þeir finna sér bita eru Finnar (58%) og kemur fram í rannsókninni að hollt sé öllum starfsmönnum að hreyfa sig í hádeginu. Það auki líka úthald starfsmanna að vera vel nærðir og þeir verði skilvirkari fram eftir degi eftir útiveru og góða næringu. Bent er á að þeir sem aldrei sjá sér fært að fara frá skrifborðinu og í hádegismat gætu líka farið á námskeið til að bæta stjórnunarhæfileika sína. (Heimild: www.onrec.com) Sif Sigfúsdóttir MA í mannauðsstjórnun
Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira