Viðskipti innlent

Dauðir peningar bíða eftir Baugi

Derek Lovelock, forstjóri Mosaic
Derek Lovelock, forstjóri Mosaic

Gunnar Sigurðsson, ný­­ráðinn forstjóri Baugs Group, reiknar með að lending náist í viðræðum Baugs og stjórnar Mosaic Fashions á næstu vikum. „Auðvitað viljum við vinna þetta eins og hratt eins og mögulegt er og okkur miðar vel."

Hluthafar í félaginu bíða margir hverjir óþreyjufullir eftir að lagt verði fram yfirtökutilboð en mánuður er nú liðinn síðan greint var frá því að Baugur og aðrir fjárfestar í nafni Newco ættu í viðræðum við stjórn Mosaic um að leggja fram formlegt yfirtökutilboð upp á 17,5 krónur á hlut. Er talað um „dauða peninga" í því sambandi en á meðan fjárfestar bíða tilboðs sitja peningarnir fastir í Mosaic-bréfum.

Í síðustu viku var staðfest að Newco hefði enn í hyggju að leggja fram tilboð.

Gengi bréfa í Mosaic hefur verið undir væntanlega tilboðsverði og farið lægst niður í 16,2 krónur á hlutinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×