Lífeyrissjóðsmál aldraðra 31. maí 2007 00:01 Velferðarmálin og þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatryggingarnar undir félagsmálaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýsingunni, að skoða eigi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðingar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Velferðarmálin og þar á meðal málefni aldraðra koma í hlut Samfylkingarinnar í hinni nýju ríkisstjórn. Þessi mál eru nú færð undir félagsmálaráðuneytið. Hér á árum áður heyrðu almannatryggingarnar undir félagsmálaráðuneytið og þá lagði Alþýðuflokkurinn alltaf áherslu á að fá það ráðuneyti. Hér hefur málum því verið skip- að á sama hátt og þá gerðist. Það er vel. Jóhanna Sigurðardóttir er félagsmálaráðherra í nýju stjórninni. Ég treysti henni vel fyrir þessum málum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: Ríkisstjórnin leggur áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Á grundvelli þessa ákvæðis getur Jóhanna unnið og leyst lífeyrismál aldraðra. Í kosningabaráttunni lagði Samfylkingin fram róttæka stefnuskrá um málefni aldraðra en þar sagði að Samfylkingin vildi leiðrétta lífeyri aldraðra, þar eð hann hefði dregist aftur úr launum annarra hópa í þjóðfélaginu. Í stefnuskránni sagði: Samfylkingin vill leiðrétta þetta misrétti. Og ennfremur sagði, að Samfylkingin vildi, að lífeyrir aldraðra dygði fyrir framfærslukostnaði eins og hann væri metinn í neyslukönnun Hagstofu Íslands. Ég treysti Jóhönnu fyrir þessu. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að draga eigi úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingakerfinu.Þetta stefnumið er í samræmi við baráttumál samtaka eldri borgara og Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin vill afnema tekjutengingu launatekna 70 ára og eldri við lífeyri almannatrygginga og stefna að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyrir aldurshópinn 67-70 ára. Það er ekki gott að ríkisstjórnin búi til ný aldursmörk fyrir ellilífeyrisþega. Fólk fer á eftirlaun 67 ára og margir hætta þá í vinnu. M.a. hafa þeir hætt vegna þess að svo mikið hefur farið í skatt af tekjum þeirra og vegna mikillar skerðingar á tryggingabótum þeirra. Eftir að ellilífeyrisþegar hætta að vinna getur verið erfitt að byrja á ný síðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að afnema eigi skerðingar tryggingabóta vegna launatekna maka, 70 ára og eldri. Hér eru einnig búin til ný aldursmörk. Ellilífeyrisaldur er 67 ára og því á að afnema skerðingu tryggingabóta vegna launatekna maka frá 67 ára aldri en ekki síðar. Einnig segir í stefnuyfirlýsingunni, að skoða eigi hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Það var í kosningastefnuskrá Samfylkingarinnar, að lífeyrisþegar ættu að geta fengið 100 þúsund króna lífeyrissjóðstekjur án skerðingar tryggingabóta. Verður að ætla að félagsmálaráðherra reyni að tryggja það. Samfylkingin lagði áherslu á það fyrir kosningarnar að eyða biðlistum eldri borgara eftir hjúkrunarrými og að tryggja sem flestum einbýli á hjúkrunarheimilum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir, að hraða beri uppbyggingu 400 hjúkrunarrýma fyrir aldraða og að einbýlum verði fjölgað. Einnig á að efla sólarhringsþjónustu fyrir aldraða og auka einstaklingsmiðaða þjónustu. Það eru mörg góð ákvæði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en önnur vantar, t.d. um að lækka skatt á lífeyristekjum. Ekki ætti að vera hærri skattur en 10% á þann hluta lífeyrissjóðstekna, sem telst fjármagnstekjur. Að þeirri breytingu ber að vinna. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar