Viðskipti innlent

Icelandic Group undir spám

Björgólfur Jóhannsson. Forstjóri Icelandic Group segir erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar hjá félaginu til að bæta reksturinn.
Björgólfur Jóhannsson. Forstjóri Icelandic Group segir erfiðar ákvarðanir hafa verið teknar hjá félaginu til að bæta reksturinn. MYND/GVA

Hagnaður Icelandic Group nam 2,3 milljónum evra, jafnvirði 191,8 milljóna króna, á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er tvöfalt betri afkoma en í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 84,6 milljónum króna. Afkoman er engu að síður undir væntingum.

Hagnaður (EBITDA) fyrir skatta og afskriftir nam tæpum 1,2 milljörðum króna á tímabilinu samanborið við 875,7 milljónir króna árið á undan.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, segir mikla og erfiða vinnu hafa staðið yfir á rekstri félagsins. Muni árangurinn halda áfram að skila sér á næstu misserum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×