Viðskipti innlent

FL fékk mann í stjórn

Martin Niclasen hefur tekið sæti í stjórn norska fjármála­fyrirtækisins Aktiv Kapital til næstu tveggja ára fyrir hönd FL Group. Markaðurinn greindi frá því á dögunum að stjórnendur FL Group myndu óska eftir því að ná inn stjórnarmanni í Aktiv.

Þetta er í samræmi við fjárfestingastefnu FL Group að koma með beinum hætti að stjórnun þeirra félaga sem það hefur fjárfest í.

Íslenska fjárfestingafélagið er annar stærsti hluthafinn á eftir John Fredriksen, ríkasta manni Noregs. Hlutur FL er um 13,3 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×