Viðskipti innlent

Lokahnykkur sameiningar

Þriðja af þremur skrefum í aðlögun Kauphallar Íslands að OMX kauphallasamstæðunni verður tekið á mánudaginn. Þá hefjast viðskipti á markaði með afleiður á íslensk hlutabréf og vísitölur. Afleiður eru sérstök tegund samninga sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Sama dag verður settur á fót lánamarkaður með hlutabréf í úrvalsvísitölunni.

Fyrsta skref í aðlögunarátt var tekið í janúar þegar viðskipti hófust á First North-markaðnum á Íslandi. Annað skrefið var svo stigið í byrjun apríl þegar íslensk félög voru skráð á samnorrænan lista og tekin inn í vísitölu OMX.

Samkvæmt öllum áætlunum á íslenska kauphöllin nú að vera orðin fyllilega samstíga kauphöllunum í Kaupmannahöfn, Helsinki og Stokkhólmi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×