Viðskipti innlent

Gnúpur nálgast Hannes

Þórður Már Jóhannesson. Gnúpur slagar upp í eignarhlut Oddaflugs í FL.
Þórður Már Jóhannesson. Gnúpur slagar upp í eignarhlut Oddaflugs í FL.

Gnúpur fjárfestingafélag hefur verið að auka við hlut sinn í FL Group á undanförnum vikum og fer nú með 19,55 prósenta hlut sem metinn er á 45,8 milljarða króna.

Frá áramótum hefur Gnúpur fest kaup á tæplega þriggja prósenta hlut og stendur nú skammt frá stærsta hluthafanum, Oddaflugi Hannesar Smárasonar, forstjóra FL, sem fer með 19,77 prósent. Að Gnúpi standa fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson auk framkvæmdastjórans Þórðar Más Jóhannessonar. Gnúpur er „þögull hluthafi“ í FL Group, það er að félagið er ekki með mann í stjórn fjárfestingafélagsins, og þarf því ekki að tilkynna um viðskipti nema þau séu flöggunarskyld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×