Fyrstu vetnistilraunirnar á sjó að hefjast 9. maí 2007 06:00 Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Íslensk NýOrka vinnur nú að undirbúningi þess að setja vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu við Reykjavíkurhöfn og gera tilraunir með hana á hafi úti á sjómannadaginn á næsta ári. Heildarkostnaður nemur um 40 milljónum króna. Hönnunin er að öllu leyti íslensk að því undanskildu að efnarafallinn er keyptur erlendis frá. Að verkefninu kemur fjöldi innlendra fyrirtækja auk nemenda við Listaháskólann en þeir hanna sýningarrými í Eldinguna. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri NýOrku, telur þetta vera í fyrsta sinn í veröldinni sem gerðar hafi verið tilraunir með efnarafal á sjó. Vetnisljósavélin er næsta skref NýOrku á sviði vetnisvéla í samgöngutækjum og segir Jón að velheppnað tilraunaverkefni NýOrku með notkun vetnisstrætisvagna í Reykjavík síðastliðin þrjú ár hafi rutt brautina fyrir því að fleiri aðilar koma til samstarfsins nú en áður. „Þetta hefði ekki hvarflað að mörgum áður,“ segir hann. Nokkrum vandkvæðum er bundið að setja vetnisvél um borð í báta og segir Jón að til öryggis hafi verið ákveðið að byrja á að nota vetni í ljósavél Eldingarinnar. „Efnarafalar eru viðkvæmir fyrir seltu og sjávarumhverfi,“ segir hann en það getur truflað rafkerfið. Jón segir að talsverðar fyrirspurnir hafi borist um nýtingu vetnisvéla frá ferðabátageiranum auk þess sem erlendir fjölmiðlar, svo sem sjónvarpsstöðin Discovery, hafi sýnt verkefninu áhuga. „Menn sjá fyrir sér að nota umhverfisvæna orku í stað olíu í báta, ekki síst við hvalaskoðun. Við slíka skoðun er siglt út á aðalvél skipsins en drepið á henni þegar komið er á hvalaslóðir. „Þá tekur ljósavélin við. Með efnarafalnum verður hvorki mengun út frá vélinni né titringur frá bátnum, sem verður hljóðlaus,“ segir Jón. „Við teljum að við séum þarna að fara mjög ótroðnar slóðir og gerum ráð fyrir að þekking á þessu geti orðið mjög verðmæt vara í framtíðinni. Upplýsingar sem koma úr verkefninu verða hvergi annars staðar til en hér,“ segir Jón. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Íslensk NýOrka vinnur nú að undirbúningi þess að setja vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu við Reykjavíkurhöfn og gera tilraunir með hana á hafi úti á sjómannadaginn á næsta ári. Heildarkostnaður nemur um 40 milljónum króna. Hönnunin er að öllu leyti íslensk að því undanskildu að efnarafallinn er keyptur erlendis frá. Að verkefninu kemur fjöldi innlendra fyrirtækja auk nemenda við Listaháskólann en þeir hanna sýningarrými í Eldinguna. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri NýOrku, telur þetta vera í fyrsta sinn í veröldinni sem gerðar hafi verið tilraunir með efnarafal á sjó. Vetnisljósavélin er næsta skref NýOrku á sviði vetnisvéla í samgöngutækjum og segir Jón að velheppnað tilraunaverkefni NýOrku með notkun vetnisstrætisvagna í Reykjavík síðastliðin þrjú ár hafi rutt brautina fyrir því að fleiri aðilar koma til samstarfsins nú en áður. „Þetta hefði ekki hvarflað að mörgum áður,“ segir hann. Nokkrum vandkvæðum er bundið að setja vetnisvél um borð í báta og segir Jón að til öryggis hafi verið ákveðið að byrja á að nota vetni í ljósavél Eldingarinnar. „Efnarafalar eru viðkvæmir fyrir seltu og sjávarumhverfi,“ segir hann en það getur truflað rafkerfið. Jón segir að talsverðar fyrirspurnir hafi borist um nýtingu vetnisvéla frá ferðabátageiranum auk þess sem erlendir fjölmiðlar, svo sem sjónvarpsstöðin Discovery, hafi sýnt verkefninu áhuga. „Menn sjá fyrir sér að nota umhverfisvæna orku í stað olíu í báta, ekki síst við hvalaskoðun. Við slíka skoðun er siglt út á aðalvél skipsins en drepið á henni þegar komið er á hvalaslóðir. „Þá tekur ljósavélin við. Með efnarafalnum verður hvorki mengun út frá vélinni né titringur frá bátnum, sem verður hljóðlaus,“ segir Jón. „Við teljum að við séum þarna að fara mjög ótroðnar slóðir og gerum ráð fyrir að þekking á þessu geti orðið mjög verðmæt vara í framtíðinni. Upplýsingar sem koma úr verkefninu verða hvergi annars staðar til en hér,“ segir Jón.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira