Viðskipti erlent

EMI kann að verða selt

Breski útgáfurisinn er sagður eiga í viðræðum um sölu á fyrirtækinu til fjárfestingasjóðs í Bandaríkjunum.
Breski útgáfurisinn er sagður eiga í viðræðum um sölu á fyrirtækinu til fjárfestingasjóðs í Bandaríkjunum.

Gengi bréfa í breska útgáfufélaginu EMI hækkaði um 10 prósent skömmu eftir opnun hlutabréfamarkaða í Bretlandi á föstudag eftir að félagið greindi frá því að það ætti í viðræðum um sölu á félaginu. Ekkert hefur verið gefið upp um hverjir hafi hug á að kaupa EMI.

Fyrirtækið hefur glímt við rekstrarvanda og sendi frá sér tvær neikvæðar afkomuviðvaranir á árinu auk þess sem ákveðið var að greiða hluthöfum ekki arð. Munu þeir vera langþreyttir á slöku gengi fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×