Viðskipti innlent

Viðskiptaráð í Helsinki

Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð þar í borg.
Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð þar í borg.

Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð í Helsinki. Markmið þess verður að stuðla að enn öflugri viðskiptum ríkjanna. Viðskiptaráðið mun halda utan um skipulagningu viðburða og hlutlausa upplýsingamiðlun um viðskiptaumhverfi Íslands og Finnlands og ný viðskiptatækifæri.

Kristjana Aðalgeirsdóttir arkitekt, sem búið hefur í Finnlandi í mörg ár, mun halda utan um starfsemi ráðsins.

Viðskiptaráðið er stofnað að frumkvæði sendiráðsins og í samráði við íslenska hagsmunaaðila á finnska markaðnum. „Menn hafa talað um þetta um hríð. Nú er einmitt rétti tíminn,“ segir Hannes Heimisson, sendiherra Íslands í Finnlandi. „Við höfum orðið vör við gríðarlega eftirspurn eftir upplýsingum. Það er mikilvægt að koma á fót sjálfstæðum og óháðum vettvangi á borð við þennan. Staðreyndin er sú að margir vita ekki allt of mikið um Ísland. Þeir þekkja ekki þær breytingar sem hafa orðið á íslensku viðskiptaumhverfi og efnahagsmálum á síðustu tíu til fimmtán árum. Við höfum því allt að vinna og engu að tapa í því að bæta upplýsingagjöfina.“

Meðal íslenskra fyrirtækja sem þegar hafa öfluga starfsemi í Finnlandi má nefna Kaupþing, Glitni og Eimskipafélagið. Þá hafa beinar fjárfestingar íslenskra félaga í finnskum fyrirtækjum einnig aukist verulega. Hæst ber hlutdeild Exista í fjármálafyrirtækinu Sampo sem vakið hefur gríðarmikla athygli í Finnlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×