Viðskipti innlent

Tilboðsverð endurspeglar ekki virði félagsins

Oasis í Smáralind. Greiningardeild Landsbankans metur gengi Mosaic yfir væntanlegu yfirtökutilboði.
Oasis í Smáralind. Greiningardeild Landsbankans metur gengi Mosaic yfir væntanlegu yfirtökutilboði.

Greiningardeild Landsbankans hefur sent frá sér nýtt verðmat á Mosaic Fashions sem Baugur Group hyggst taka yfir og afskrá úr Kauphöll Íslands í félagi við aðra fjárfesta. Verðmatsgengið hljóðar upp á 17,9 krónur á hlut samanborið við væntanlegt yfirtökugengi upp á 17,5 og mælir bankinn með kaupum og yfirvogun í Mosaic. Landsbankinn horfir til tólf mánaða markgengis í 20,2 krónum.

„Við teljum þó að tilboðsgengið 17,5 (7% álag á lokagengi bréfanna hinn 3. maí) endurspegli ekki að fullu virði félagsins,“ segja sérfræðingar hjá greiningardeild Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×