Viðskipti erlent

Óbreytt stefna í Bretlandi

House of Fraser. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, segir ekkert til í fréttum breskra fjölmiðla að fyrirtækið sé að íhuga sölu á eignum þar í landi.
House of Fraser. Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga Baugs í Bretlandi, segir ekkert til í fréttum breskra fjölmiðla að fyrirtækið sé að íhuga sölu á eignum þar í landi.

Baugur Group er ekki að skoða sölu á eignum sínum í Bretlandi líkt og breska dagblaðið Daily Telegraph sagði á sunnudag. „Það stendur ekkert annað til en að halda áfram eins og við höfum gert hingað til," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Baugs í Bretlandi, og vísar frétt breska blaðsins á bug.

Blaðið sagði Baug vera að íhuga sölu á eignum í Bretlandi til að losa um fé sem þar sé bundið. Hafi félagið verið stórtækt í fyrirtækjakaupum og ekkert selt síðastliðin fjögur ár.

Gunnar segir Baug hafa á þessum árum unnið að því að byggja upp eignasafn í Bretlandi af miklum krafti. Hafi tekist mjög vel til enda séu frábær fyrirtæki í safninu. Á meðal eigna Baugs í Bretlandi eru leikfangakeðjan Hamleys, matvörukeðjan Iceland, Whittard of Chelsea og verslanakeðjurnar Oasis, Karen Millen, Jane Norman og fleiri. Þá keypti Baugur verslanakeðjuna House of Fraser ásamt fleiri fjárfestum fyrir 77 milljarða króna í byrjun nóvember í fyrra. Nú á það í viðræðum um yfirtöku á Mosaic Fashions.

„Fjárfestingastefna okkar hefur í engu breyst. Við sjáum áfram mikil tækifæri í að hjálpa núverandi eignum að vaxa og sjáum fram á að stækka á næstu árum, helst með svipuðum hraða og undanfarin ár," segir Gunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×