Viðskipti erlent

Tvö félög standa eftir

Myndin er tekin í framleiðslustöð lyfjaframleiðandans Merck KGaA í Darmstadt í Þýskalandi.
Myndin er tekin í framleiðslustöð lyfjaframleiðandans Merck KGaA í Darmstadt í Þýskalandi. MYND/AFP

Tvö félög standa eftir í baráttunni um samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Þetta staðhæfir Bloomberg-fréttastofan.

Í síðustu viku dró Actavis sig út úr baráttunni um félagið. Fyrirséð var að það yrði dýrara verði keypt en stjórnendur félagsins töldu skynsamlegt. Þá hafa fjárfestingarsjóðirnir Apax Partners og Bain Capital einnig dregið sameiginlegt tilboð sitt til baka.

Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva Pharmaceuticals og bandaríska félagið Mylan standa eftir. Líklegt er talið að gengið verði frá samningum innan tveggja vikna. Talið er að kaupandi muni greiða í kringum 4,5 milljarða evra fyrir samheitalyfjahluta Merck. Það nemur um fjögur hundruð milljörðum íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×