Viðskipti innlent

Viðsnúningur í rekstrinum

Hagnaður Vinnslustöðvarinnar fyrstu þrjá mánuði ársins nemur 765 milljónum króna, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Breytingin frá sama tíma í fyrra er mikil, en þá nam tap 213 milljónum króna.



Heildartekjur tímabilsins voru 1.750 milljónir króna en 1.769 milljónir í fyrra. Tekjur fiskvinnslu stóðu nánast í stað en tekjur útgerðar jukust. Rekstrargjöld lækkuðu um 200 milljónir króna, úr 1.359 milljónum í fyrra í 1.159 milljónir.



Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam tæplega 592 milljónum króna, jókst um 44 prósent milli ára. Meðal tekna er færður söluhagnaður af aflaheimildum að upphæð 33 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×