Viðskipti innlent

Bakkavör kaupir franskan salatframleiðanda

Bakkavör hefur keypt franska salatframleiðandann 4G.
Bakkavör hefur keypt franska salatframleiðandann 4G.

Bakkavör Group hefur keypt franska salatframleiðandann 4G sem sérhæfir sig í framleiðslu á ferskum, tilbúnum salötum fyrir franskan markað. Í fréttatilkynningu frá Bakkavör er haft eftir forstjóra félagsins, Ágústi Guðmundssyni, að félagið falli vel að fyrirtækjum sem fyrir eru í eigu samstæðunnar.

Stefnt er að því að samþætta rekstur 4G rekstri salatframleiðandans Cinguieme Saison sem fyrir er í eigu Bakkavarar. 4G framleiðir að mestu undir vörumerkjum viðskiptavina sinna en hefur jafnframt náð góðum árangri í sölu á vörum undir eigin vörumerki, „Vert Desire“. Fyrirtækið skiptir við alla helstu stórmarkaði Frakklands. Velta þess er 2,3 milljarðar króna. Kaupin eru fjármögnuð úr sjóðum Bakkavarar Group og er kaupverð ekki gefið upp.

Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2002, rekur eina verksmiðju í Macon í Frakklandi og hjá því starfa 165 starfsmenn. - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×