Actavis kaupir ekki Merck 4. maí 2007 05:00 Róbert Wessman forstjóri og Sigurður Óli Ólason, aðstoðarforstjóri Actavis. MYND/Valli Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“ Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Actavis mun ekki kaupa samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck. Félagið sendi frá sér tilkynningu um að það hefði lokið viðræðum um hugsanleg kaup á félaginu. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir þrátt fyrir það enga eftirsjá ríkja innan veggja Actavis. „Okkur þótti félagið orðið of dýrt og kusum að draga okkur út. Það var ekkert virði í þessu fyrir okkur lengur.“ Actavis var meðal fjögurra félaga sem lögðu inn bindandi tilboð í Merck síðastliðinn mánudag. Eftir að hafa tekið afstöðu til tilboðanna kannaði stjórn Merck hug félaganna að hækka tilboð sitt. Stjórnendur Actavis voru ekki tilbúnir til þess. Róbert segir líklegt að tilboðið sem tekið verði hljóði upp á í kringum 4,6 milljarða evra. Það nemur um 400 milljörðum króna. Actavis hefði hins vegar ekki farið mikið hærra en 4,3 milljarða evra. Actavis hafði samt sem áður trygga fjármögnun til að hækka tilboðið. „Miðað við afkomu félagsins og það sem við töldum okkur geta náð út úr því að sameina félagið hefði ekki verið skynsamlegt að halda áfram. Við mátum fyrirfram hversu hátt við myndum fara og héldum okkur við það.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Actavis gengur burtu frá stórri yfirtöku. Í fyrra hætti félagið viðræðum við króatíska lyfjafyrirtækið Pliva, af sömu ástæðum. Róbert segir það ekki hafa verið mistök að taka þátt í slagnum um Merck. „Við höfum farið í áreiðanleikakannanir á um hundrað fyrirtækjum. Við skoðum flest félög sem eru í sölu. Við hefðum ekki viljað sleppa því að fara í gegnum þetta ferli. Ef félagið hefði farið á því verði sem við vildum sjá það hefði það verið mikill missir fyrir okkur.“ Að missa af Merck hægir á þeim framtíðaráætlunum Actavis að verða á meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Það hefði náðst á einu bretti með yfirtökunni. Þá hefði yfirtakan styrkt Actavis á ýmsum af núverandi mörkuðum félagsins og mörgum nýjum. Áætluð velta sameinaðs félags hefði verið um 3,2 milljarðar evra og starfsmenn um sextán þúsund. „Nú þegar Merck er úti einbeitum við okkur að öðrum tækifærum. Við munum gera eins og við höfum gert síðustu árin að taka yfir smærri félög.“ Í kringum yfirtökuferlið á Merck hefur borist í tal að Actavis verði sjálft yfirtökuskotmark. Róbert segir Actavis passa ágætlega við mörg félög. Hins vegar sé engin yfirtaka í pípunum. „Það hefur enginn óskað eftir að kaupa meirihlutann í félaginu. En margir erlendir fagfjárfestar hafa verið að koma inn í félagið og sýna því áhuga. Ég á von á að það muni aukast.“
Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent