Viðskipti erlent

Bjarni hagnaðist um 564 milljónir

Bjarni Ármannsson hagnaðist um 564 milljónir króna þegar Glitnir keypti eigin hlutabréf af félögunum Landsýn og Sjávarsýn, sem eru í eigu Bjarna, sama dag og hann lét af störfum sem forstjóri Glitnis. Kaupverðið nam um 6.813 milljónum króna sem var níu prósenta yfirverð þar sem gengið í viðskiptunum var 29 krónur á hlut á sama tíma og gengi Glitnis var 26,6 við lokun markaða á mánudaginn.

Bjarni á eftir viðskiptin eignarhlut sem er rúmlega fjórtán milljóna króna virði miðað við síðasta viðskiptagengi.

Lárus Welding, nýráðinn forstjóri Glitnis, fékk í gær kauprétt að 150 milljónum hluta í bankanum á genginu 26,6 krónur hlut. Kaupverðið gæti því orðið alls tæpir fjórir milljarðar króna en fimmtungur af kaupréttinum ávinnist á hverju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×