Fjármálaþjónustan drífur efnahagslífið Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. maí 2007 06:00 „Ég held því óhikað fram að fjármálaþjónusta sé einn helsti drifkraftur efnahagslífsins á Íslandi um þessar mundir enda hníga öll rök að því,“ segir Bjarni Ármannsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og fráfarandi forstjóri Glitnis, í ræðu sem hann hélt á nýafstaðinni ráðstefnu samtakanna í Borgarleikhúsinu. „Í samkeppni þjóðanna ræður þróunarstig fjármálakerfisins, eða fjármálamenningin, mestu um velgengni á mörkuðum og úthald í viðskiptum. Allt of fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umhverfið, umgjörðin um fjármálastarfsemina, sé í senn rúmt og sterkt.“ Samtökin notuðu tækifærið í kjölfar aðalfundar 26. apríl til að vekja athygli á umfangi og stöðu fjármálastarfsemi hér með ráðstefnu og útgáfu nýrrar skýrslu. Daginn áður birti Seðlabanki Íslands rit sitt um fjármálastöðugleika þar sem segja má að fjármálakerfið hér hafi fengið vottun eftir nokkur áföll í umræðu og fjármögnun í fyrra, meðan áhyggjur bankans beinast í meira mæli að viðvarandi þjóðhagslegu efnahagslífi. Niðurstaða bankans er að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og að frá því fyrir ári hafi viðnámsþróttur bankanna styrkst þrátt fyrir að á sama tíma hafi þjóðhagslegt ójafnvægi aukist. Seðlabankinn bendir engu að síður á að ýmsir áhættuþættir séu til staðar þótt fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og standist vel álagsprófanir. „Líklega hefur íslenskur þjóðarbúskapur aldrei verið jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og um þessar mundir. Þetta birtist til dæmis í nánum tengslum á milli gengis krónunnar og annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Hin nánu tengsl má að nokkru leyti rekja til mikils viðskiptahalla, sem leiðir til þess að gengi krónunnar og framvinda þjóðarbúskaparins í heild eru háð hvata eða vilja erlendra fjárfesta og lánardrottna til að fjármagna hallann. Hvatinn er mikill vaxtamunur á milli Íslands og helstu gjaldmiðlasvæða. Hann freistar áhættusækinna fjárfesta sem festa fé í hávaxtagjaldmiðlum víða um heim. Á sama tíma hefur skuldsetning þjóðarbúsins og erlendar eignir þess vaxið hratt og önnur fjármálaleg tengsl við umheiminn stóraukist. Ofgnótt sparnaðar á heimsvísu hefur á undanförnum árum þrýst niður vöxtum og greitt fyrir fjármögnun mikils viðskiptahalla margra landa,“ segir Seðlabankinn í riti sínu Fjármálastöðugleiki 2007, en bendir um leið á að aðstæður geti breyst, þótt óvíst sé hvenær og hversu hratt. „Hve mikil áhrif það hefur á íslenskan þjóðarbúskap ræðst að töluverðu leyti af því hvort tekst að draga úr ójafnvæginu sem nú er fyrir hendi áður en aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum versna. Ójafnvægið jókst enn frekar á síðasta ári þótt drægi úr vexti eftirspurnar.“ Horfur góðar á markaðssvæðumSpjall að ráðstefnu lokinni Ráðstefna undir yfirskriftinni SFF dagurinn fór fram í Borgarleikhúsinu síðasta fimmtudag. Hér má sjá Bjarna Ármannsson, formann Samtaka fjármálafyrirtækja, spjalla við Pétur H. Blöndal alþingismann og aðra gesti í ráðstefnulok.Markaðurinn/AntonSeðlabankinn segir hins vegar að sem standi séu horfur góðar á helstu markaðssvæðum íslenskra fjármálafyrirtækja. „Framvinda efnahagsmála á Norðurlöndum og Bretlandi, þar sem íslensk fjármálafyrirtæki hafa einkum haslað sér völl, hefur í meginatriðum verið jákvæð. Verðbólga hefur þó aukist töluvert á Bretlandi og fasteignaverð er mjög hátt, sem gæti haft áhrif á útlánastarfsemi fjármálafyrirtækja þar. Fasteignaverð á Norðurlöndunum er einnig afar hátt. Hagvöxtur á Bretlandi fór heldur vaxandi á síðastliðnu ári,“ segir Seðlabankinn og bendir á að áætlað sé að þar hafi verg landsframleiðsla vaxið um 2,8 prósent í fyrra og spáð sé svipuðum hagvexti í ár. „Mestur vöxtur var í þjónustugeiranum, einkum fjármálaþjónustu þar sem arðsemi hefur verið góð um langt skeið.“ Þá bendir Seðlabankinn á að efnahagsástandið á Norðurlöndunum utan Íslands hafi verið ágætt á liðnu ári. „Hagvöxtur, sem jókst í öllum löndunum, var drifinn áfram af innlendri eftirspurn, vöxtur einkaneyslu var til dæmis víðast mikill, en útflutningur jókst einnig verulega.“ Hagvöxtur á Norðurlöndunum var á bilinu 3 til 5,5 prósent á síðasta ári, mestur í Finnlandi og Svíþjóð og að sögn Seðlabankans er gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði áfram ör á næstu tveimur árum. Helstu hættuna sem steðji að íslenskum þjóðarbúskap og fjármálakerfinu um þessar mundir segir Seðlabankinn að líkindum vera hraða og óvænta hækkun erlendra vaxta. Af þeim sökum segir bankinn að fjármálafyrirtæki eigi að miða áhættustýringu sína við að vextir hækki umtalsvert á næstu árum. Um leið segir bankinn erfitt að meta líkurnar á því að erlendir vextir hækki á næstu misserum. „Hækkun skammtímavaxta getur haft áhrif á langtímavexti með nokkurri töf. Því gætu áhrif hækkunar skammtímavaxta síðastliðið ár enn átt eftir að koma fram. Einnig skiptir miklu máli með hvaða hætti og hversu hratt verður undið ofan af því ójafnvægi sem ríkir í heimsbúskapnum og einkennist af ofsparnaði í sumum heimshlutum sem hefur stuðlað að lágum vöxtum og vansparnaði í öðrum löndum.“ Seðlabankinn segir líkur þess að ofgnótt sparnaðar hverfi og fjármálaleg skilyrði versni skyndilega velta á því hve sennilegar og hraðar breytingar geti orðið á verðbólguálagi í heiminum, aukinni fjárfestingu, minnkandi áhættufælni gagnvart hlutabréfum, eða að olíuútflutningsríki og nýmarkaðsríki dragi úr uppbyggingu gjaldeyrisforða. „Að einhverju leyti kunna þessir undirliggjandi þættir að vera viðvarandi og því ekki líklegt að vextir hverfi aftur til stöðu sinnar fyrir rúmum áratug og enn síður til vaxtastigs níunda áratugarins. Þá voru alþjóðlegir vextir óvenjuháir í sögulegu samhengi. Hitt er annað mál að jafnvel tiltölulega hófleg tímabundin hækkun vaxta gæti haft umtalsverð áhrif á þau lönd sem búa við mest ójafnvægi í utanríkisviðskiptum, þar á meðal Ísland.“ Bankarnir standast álagsprófÍ riti sínu um fjármálastöðugleika fyrra greindi Seðlabankinn frá útreikningum á áhrifum verulegrar hækkunar erlendra vaxta, gengislækkunar og lækkunar eignaverðs á bankana. Álagsprófið var endurtekið í skýrslu þessa árs og gert ráð fyrir nokkru meiri lækkun gengis krónunnar og íbúðaverðs en áður. „Dyndu öll þessi áföll yfir á sömu stundu sýna útreikningarnir að samdráttur þjóðarútgjalda gæti orðið töluvert meiri en í grunnspá Seðlabankans í síðustu Peningamálum,“ segir í ritinu en álagið á fjármálakerfið sagt ráðast að nokkru leyti af hraða aðlögunarinnar og viðbrögðum bankanna sjálfra við henni. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, segir að samkvæmt reiknilíkani Seðlabankans sé vænt útlánatap bankanna sé 0,53 prósent af heildarútlánum, en hann fór ofan í saumana á skýrslu bankans á fundi í síðustu viku. Vænt útlánatap er svo borið saman við afskriftarreikning bankanna, en hann er vel yfir þessum mörkum, 0,82 prósent af útlánum þeirra. Bankinn reiknar hins vegar líka út óvænt útlánatap og þyrfti þá eigið fé bankanna að geta staðið undir því ef afskriftarreikningurinn nægði ekki til. Útreikningar bankans sýna hins vegar afskriftarreikningar bankanna myndu standa undir þó nokkrum breytingum til hins verra. Þetta segir Tryggvi styðja mat Seðlabankans, sem segir fjármálakerfið betur búið undir að mæta áföllum en fyrir ári síðan með sterkari lausafjár- og eiginfjárstöðu. „Þá byggja stóru viðskiptabankarnir á fjölbreyttum tekjugrunni sem nær til margra landa. Það er einnig kostur að þeir hafa farið nokkuð ólíkar leiðir í sókn sinni. Eggjum bankanna er því dreift í margar körfur og því minni ástæða til að óttast afleiðingar óvænts álags á fjármálakerfið,“ segir í áliti Seðlabankans. Helstu áhættuþættirnir fyrir fjármálakerfið varða að sögn Seðlabankans ójafnvægið í þjóðarbúskapnum og geta valdið áframhaldandi viðskiptahalla, hækkun erlendra skulda og lækkun gengis krónunnar. „Áhættan sem í þessu felst er síst minni en fyrir ári og hækkun á vöxtum og vaxtaálögum erlendis gæti haft víðtæk áhrif. Á hinn bóginn hefur stórlega dregið úr óvissu um aðgengi bankanna að fjármagni og þeir hafa byggt upp rúma lausafjárstöðu.“ Næsta ríkisstjórn taki til hendinniÍ skýrslu SFF um fjármálastarfsemi hér á landi eru svo hins vegar tíundaðar margvíslegar staðreyndir um vöxt fjármálastarfsemi hér og áhrif á samfélagið. Meðal annars kemur þar fram að áætla megi að ávöxtun lífeyrissjóðanna af eignum þeirra í íslenskum fjármálafyrirtækjum á síðustu 10 árum nemi um 160 milljörðum króna. Vöxtur fjármálafyrirtækjanna er þannig sagður hafa aukið meðaleign hvers hinna 180 þúsund sjóðfélaga um 900 þúsund krónur. Bjarni Ármannsson vék í ræðu sinni á fundi samtakanna að nauðsyn þess að fjármálafyrirtækin störfuðu áfram við hagfelld skilyrði ætti fjármálamarkaður að halda áfram að vaxa og dafna og stuðla að framförum og velsæld. Hann segist binda vonir við að ný ríkisstjórn komi til með að viðurkenna fjármálageirann sem leiðandi atvinnugrein og fylgi eftir hugmyndum um alþjóðlegt fjármálaumhverfi hér á landi. „Segja má að Alþingi hafi af framsýni skapað á síðasta áratug umhverfi til þess að byggja upp alþjóðlega starfsemi sem nýtir menntun til framfara. Hins vegar hefur tiltölulega lítil þróun orðið í starfsskilyrðum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Kannski er það ekki nema von þegar á Alþingi heyrast þau viðhorf að ein atvinnuvegrein sem vill svo til að veitir um sex þúsund manns vinnu, borgar hæstu skattana, greiðir hvað bestu launin og býður upp á mesta starfsöryggið ætti ef til vill að koma sér úr landi. Svona málflutningur felur í sér skýr og sérlega neikvæð skilaboð,“ segir Bjarni og telur aðkallandi, vegna breyttra samkeppnisskilyrða í alþjóðlegu umhverfi, að taka ákvarðanir um næstu skref. Vísar hann þar bæði til þeirra möguleika sem hér séu á að byggja upp alþjóðlega fjármálastarfsemi og þess að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar hér séu að komast á nýtt þróunarstig. „Ég fullyrði að það er ekki vilji íslensku þjóðarinnar að fjármálafyrirtækin flytji höfuðstöðvar sínar úr landi,“ segir Bjarni og telur fjármálageirann verða leiðandi afl í virkjun þekkingunni sem leggja muni grunninn að auðsæld þjóðarinnar og verðmætasköpun til frambúðar. Í skýrslu SFF um stöðu fjármálafyrirtækja er á það bent að umfang einstakra atvinnugreina sé einn þeitta þátta sem auðkenni þjóðir. „Hlutdeild fjármálastarfsemi í þjóðarbúinu hefur aukist hratt undanfarin ár. Meðan landbúnaður var undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga kölluðum við okkur bændaþjóð. Þegar sjávarútvegur varð síðar undirstaða atvinnulífsins voru Íslendingar fiskveiðiþjóð. Í kjölfar stóriðjuframkvæmda undanfarinna ára hafa sumir velt því fyrir sér hvort við Íslendingar erum orðin stóriðjuþjóð,“ segir í skýrslunni, en um leið bent á að sú atvinnugrein sem verið hafi í hvað örustum vexti sé hvorki sjávarútvegur né stóriðja, heldur fjármálastarfsemi. „Til að varpa ljósi á umfang fjármálageirans og mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið er rétt að skoða hlutdeild í landsframleiðslu. Í lok árs 2005 nam framlagið 8,8 prósentum og má ætla að það hafi hækkað síðan þá. Íslensk fjármálafyrirtæki juku verulega umsvif sín á árinu 2006, svo gera verður ráð fyrir að hlutfallið á Íslandi sé nú enn hærra, jafnvel nær 10 prósentum.“ SFF minnir á að sem hlutdeild af landsframleiðslu hafi fjármálaþjónusta farið fram úr sjávarútvegi þegar árið 2004. „Framleiðsluþjóðfélag er að breytast í þjónustuþjóðfélag. Kannski erum við að verða fjármálaþjóð?“ spyrja samtökin. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Ég held því óhikað fram að fjármálaþjónusta sé einn helsti drifkraftur efnahagslífsins á Íslandi um þessar mundir enda hníga öll rök að því,“ segir Bjarni Ármannsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) og fráfarandi forstjóri Glitnis, í ræðu sem hann hélt á nýafstaðinni ráðstefnu samtakanna í Borgarleikhúsinu. „Í samkeppni þjóðanna ræður þróunarstig fjármálakerfisins, eða fjármálamenningin, mestu um velgengni á mörkuðum og úthald í viðskiptum. Allt of fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að umhverfið, umgjörðin um fjármálastarfsemina, sé í senn rúmt og sterkt.“ Samtökin notuðu tækifærið í kjölfar aðalfundar 26. apríl til að vekja athygli á umfangi og stöðu fjármálastarfsemi hér með ráðstefnu og útgáfu nýrrar skýrslu. Daginn áður birti Seðlabanki Íslands rit sitt um fjármálastöðugleika þar sem segja má að fjármálakerfið hér hafi fengið vottun eftir nokkur áföll í umræðu og fjármögnun í fyrra, meðan áhyggjur bankans beinast í meira mæli að viðvarandi þjóðhagslegu efnahagslífi. Niðurstaða bankans er að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og að frá því fyrir ári hafi viðnámsþróttur bankanna styrkst þrátt fyrir að á sama tíma hafi þjóðhagslegt ójafnvægi aukist. Seðlabankinn bendir engu að síður á að ýmsir áhættuþættir séu til staðar þótt fjármálakerfið sé í meginatriðum traust og standist vel álagsprófanir. „Líklega hefur íslenskur þjóðarbúskapur aldrei verið jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og um þessar mundir. Þetta birtist til dæmis í nánum tengslum á milli gengis krónunnar og annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Hin nánu tengsl má að nokkru leyti rekja til mikils viðskiptahalla, sem leiðir til þess að gengi krónunnar og framvinda þjóðarbúskaparins í heild eru háð hvata eða vilja erlendra fjárfesta og lánardrottna til að fjármagna hallann. Hvatinn er mikill vaxtamunur á milli Íslands og helstu gjaldmiðlasvæða. Hann freistar áhættusækinna fjárfesta sem festa fé í hávaxtagjaldmiðlum víða um heim. Á sama tíma hefur skuldsetning þjóðarbúsins og erlendar eignir þess vaxið hratt og önnur fjármálaleg tengsl við umheiminn stóraukist. Ofgnótt sparnaðar á heimsvísu hefur á undanförnum árum þrýst niður vöxtum og greitt fyrir fjármögnun mikils viðskiptahalla margra landa,“ segir Seðlabankinn í riti sínu Fjármálastöðugleiki 2007, en bendir um leið á að aðstæður geti breyst, þótt óvíst sé hvenær og hversu hratt. „Hve mikil áhrif það hefur á íslenskan þjóðarbúskap ræðst að töluverðu leyti af því hvort tekst að draga úr ójafnvæginu sem nú er fyrir hendi áður en aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum versna. Ójafnvægið jókst enn frekar á síðasta ári þótt drægi úr vexti eftirspurnar.“ Horfur góðar á markaðssvæðumSpjall að ráðstefnu lokinni Ráðstefna undir yfirskriftinni SFF dagurinn fór fram í Borgarleikhúsinu síðasta fimmtudag. Hér má sjá Bjarna Ármannsson, formann Samtaka fjármálafyrirtækja, spjalla við Pétur H. Blöndal alþingismann og aðra gesti í ráðstefnulok.Markaðurinn/AntonSeðlabankinn segir hins vegar að sem standi séu horfur góðar á helstu markaðssvæðum íslenskra fjármálafyrirtækja. „Framvinda efnahagsmála á Norðurlöndum og Bretlandi, þar sem íslensk fjármálafyrirtæki hafa einkum haslað sér völl, hefur í meginatriðum verið jákvæð. Verðbólga hefur þó aukist töluvert á Bretlandi og fasteignaverð er mjög hátt, sem gæti haft áhrif á útlánastarfsemi fjármálafyrirtækja þar. Fasteignaverð á Norðurlöndunum er einnig afar hátt. Hagvöxtur á Bretlandi fór heldur vaxandi á síðastliðnu ári,“ segir Seðlabankinn og bendir á að áætlað sé að þar hafi verg landsframleiðsla vaxið um 2,8 prósent í fyrra og spáð sé svipuðum hagvexti í ár. „Mestur vöxtur var í þjónustugeiranum, einkum fjármálaþjónustu þar sem arðsemi hefur verið góð um langt skeið.“ Þá bendir Seðlabankinn á að efnahagsástandið á Norðurlöndunum utan Íslands hafi verið ágætt á liðnu ári. „Hagvöxtur, sem jókst í öllum löndunum, var drifinn áfram af innlendri eftirspurn, vöxtur einkaneyslu var til dæmis víðast mikill, en útflutningur jókst einnig verulega.“ Hagvöxtur á Norðurlöndunum var á bilinu 3 til 5,5 prósent á síðasta ári, mestur í Finnlandi og Svíþjóð og að sögn Seðlabankans er gert er ráð fyrir að hagvöxtur verði áfram ör á næstu tveimur árum. Helstu hættuna sem steðji að íslenskum þjóðarbúskap og fjármálakerfinu um þessar mundir segir Seðlabankinn að líkindum vera hraða og óvænta hækkun erlendra vaxta. Af þeim sökum segir bankinn að fjármálafyrirtæki eigi að miða áhættustýringu sína við að vextir hækki umtalsvert á næstu árum. Um leið segir bankinn erfitt að meta líkurnar á því að erlendir vextir hækki á næstu misserum. „Hækkun skammtímavaxta getur haft áhrif á langtímavexti með nokkurri töf. Því gætu áhrif hækkunar skammtímavaxta síðastliðið ár enn átt eftir að koma fram. Einnig skiptir miklu máli með hvaða hætti og hversu hratt verður undið ofan af því ójafnvægi sem ríkir í heimsbúskapnum og einkennist af ofsparnaði í sumum heimshlutum sem hefur stuðlað að lágum vöxtum og vansparnaði í öðrum löndum.“ Seðlabankinn segir líkur þess að ofgnótt sparnaðar hverfi og fjármálaleg skilyrði versni skyndilega velta á því hve sennilegar og hraðar breytingar geti orðið á verðbólguálagi í heiminum, aukinni fjárfestingu, minnkandi áhættufælni gagnvart hlutabréfum, eða að olíuútflutningsríki og nýmarkaðsríki dragi úr uppbyggingu gjaldeyrisforða. „Að einhverju leyti kunna þessir undirliggjandi þættir að vera viðvarandi og því ekki líklegt að vextir hverfi aftur til stöðu sinnar fyrir rúmum áratug og enn síður til vaxtastigs níunda áratugarins. Þá voru alþjóðlegir vextir óvenjuháir í sögulegu samhengi. Hitt er annað mál að jafnvel tiltölulega hófleg tímabundin hækkun vaxta gæti haft umtalsverð áhrif á þau lönd sem búa við mest ójafnvægi í utanríkisviðskiptum, þar á meðal Ísland.“ Bankarnir standast álagsprófÍ riti sínu um fjármálastöðugleika fyrra greindi Seðlabankinn frá útreikningum á áhrifum verulegrar hækkunar erlendra vaxta, gengislækkunar og lækkunar eignaverðs á bankana. Álagsprófið var endurtekið í skýrslu þessa árs og gert ráð fyrir nokkru meiri lækkun gengis krónunnar og íbúðaverðs en áður. „Dyndu öll þessi áföll yfir á sömu stundu sýna útreikningarnir að samdráttur þjóðarútgjalda gæti orðið töluvert meiri en í grunnspá Seðlabankans í síðustu Peningamálum,“ segir í ritinu en álagið á fjármálakerfið sagt ráðast að nokkru leyti af hraða aðlögunarinnar og viðbrögðum bankanna sjálfra við henni. Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, segir að samkvæmt reiknilíkani Seðlabankans sé vænt útlánatap bankanna sé 0,53 prósent af heildarútlánum, en hann fór ofan í saumana á skýrslu bankans á fundi í síðustu viku. Vænt útlánatap er svo borið saman við afskriftarreikning bankanna, en hann er vel yfir þessum mörkum, 0,82 prósent af útlánum þeirra. Bankinn reiknar hins vegar líka út óvænt útlánatap og þyrfti þá eigið fé bankanna að geta staðið undir því ef afskriftarreikningurinn nægði ekki til. Útreikningar bankans sýna hins vegar afskriftarreikningar bankanna myndu standa undir þó nokkrum breytingum til hins verra. Þetta segir Tryggvi styðja mat Seðlabankans, sem segir fjármálakerfið betur búið undir að mæta áföllum en fyrir ári síðan með sterkari lausafjár- og eiginfjárstöðu. „Þá byggja stóru viðskiptabankarnir á fjölbreyttum tekjugrunni sem nær til margra landa. Það er einnig kostur að þeir hafa farið nokkuð ólíkar leiðir í sókn sinni. Eggjum bankanna er því dreift í margar körfur og því minni ástæða til að óttast afleiðingar óvænts álags á fjármálakerfið,“ segir í áliti Seðlabankans. Helstu áhættuþættirnir fyrir fjármálakerfið varða að sögn Seðlabankans ójafnvægið í þjóðarbúskapnum og geta valdið áframhaldandi viðskiptahalla, hækkun erlendra skulda og lækkun gengis krónunnar. „Áhættan sem í þessu felst er síst minni en fyrir ári og hækkun á vöxtum og vaxtaálögum erlendis gæti haft víðtæk áhrif. Á hinn bóginn hefur stórlega dregið úr óvissu um aðgengi bankanna að fjármagni og þeir hafa byggt upp rúma lausafjárstöðu.“ Næsta ríkisstjórn taki til hendinniÍ skýrslu SFF um fjármálastarfsemi hér á landi eru svo hins vegar tíundaðar margvíslegar staðreyndir um vöxt fjármálastarfsemi hér og áhrif á samfélagið. Meðal annars kemur þar fram að áætla megi að ávöxtun lífeyrissjóðanna af eignum þeirra í íslenskum fjármálafyrirtækjum á síðustu 10 árum nemi um 160 milljörðum króna. Vöxtur fjármálafyrirtækjanna er þannig sagður hafa aukið meðaleign hvers hinna 180 þúsund sjóðfélaga um 900 þúsund krónur. Bjarni Ármannsson vék í ræðu sinni á fundi samtakanna að nauðsyn þess að fjármálafyrirtækin störfuðu áfram við hagfelld skilyrði ætti fjármálamarkaður að halda áfram að vaxa og dafna og stuðla að framförum og velsæld. Hann segist binda vonir við að ný ríkisstjórn komi til með að viðurkenna fjármálageirann sem leiðandi atvinnugrein og fylgi eftir hugmyndum um alþjóðlegt fjármálaumhverfi hér á landi. „Segja má að Alþingi hafi af framsýni skapað á síðasta áratug umhverfi til þess að byggja upp alþjóðlega starfsemi sem nýtir menntun til framfara. Hins vegar hefur tiltölulega lítil þróun orðið í starfsskilyrðum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Kannski er það ekki nema von þegar á Alþingi heyrast þau viðhorf að ein atvinnuvegrein sem vill svo til að veitir um sex þúsund manns vinnu, borgar hæstu skattana, greiðir hvað bestu launin og býður upp á mesta starfsöryggið ætti ef til vill að koma sér úr landi. Svona málflutningur felur í sér skýr og sérlega neikvæð skilaboð,“ segir Bjarni og telur aðkallandi, vegna breyttra samkeppnisskilyrða í alþjóðlegu umhverfi, að taka ákvarðanir um næstu skref. Vísar hann þar bæði til þeirra möguleika sem hér séu á að byggja upp alþjóðlega fjármálastarfsemi og þess að alþjóðleg fyrirtæki með höfuðstöðvar hér séu að komast á nýtt þróunarstig. „Ég fullyrði að það er ekki vilji íslensku þjóðarinnar að fjármálafyrirtækin flytji höfuðstöðvar sínar úr landi,“ segir Bjarni og telur fjármálageirann verða leiðandi afl í virkjun þekkingunni sem leggja muni grunninn að auðsæld þjóðarinnar og verðmætasköpun til frambúðar. Í skýrslu SFF um stöðu fjármálafyrirtækja er á það bent að umfang einstakra atvinnugreina sé einn þeitta þátta sem auðkenni þjóðir. „Hlutdeild fjármálastarfsemi í þjóðarbúinu hefur aukist hratt undanfarin ár. Meðan landbúnaður var undirstöðuatvinnugrein okkar Íslendinga kölluðum við okkur bændaþjóð. Þegar sjávarútvegur varð síðar undirstaða atvinnulífsins voru Íslendingar fiskveiðiþjóð. Í kjölfar stóriðjuframkvæmda undanfarinna ára hafa sumir velt því fyrir sér hvort við Íslendingar erum orðin stóriðjuþjóð,“ segir í skýrslunni, en um leið bent á að sú atvinnugrein sem verið hafi í hvað örustum vexti sé hvorki sjávarútvegur né stóriðja, heldur fjármálastarfsemi. „Til að varpa ljósi á umfang fjármálageirans og mikilvægi hans fyrir þjóðarbúið er rétt að skoða hlutdeild í landsframleiðslu. Í lok árs 2005 nam framlagið 8,8 prósentum og má ætla að það hafi hækkað síðan þá. Íslensk fjármálafyrirtæki juku verulega umsvif sín á árinu 2006, svo gera verður ráð fyrir að hlutfallið á Íslandi sé nú enn hærra, jafnvel nær 10 prósentum.“ SFF minnir á að sem hlutdeild af landsframleiðslu hafi fjármálaþjónusta farið fram úr sjávarútvegi þegar árið 2004. „Framleiðsluþjóðfélag er að breytast í þjónustuþjóðfélag. Kannski erum við að verða fjármálaþjóð?“ spyrja samtökin.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira