Besti ársfjórðungur í sögu Ticket 25. apríl 2007 04:00 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Árið fer vel af stað hjá sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket Travel Group en fyrsti ársfjórðungur var sá besti í sautján ára sögu félagsins. Hagnaður eftir skatta nam 162 milljónum króna sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára. Veltan var rúmir 13,5 milljarðar króna og jókst um 48 prósent. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) hækkaði um fjörutíu prósent. „Árið fer frábærlega af stað hvað veltu og rekstrarhagnað varðar, sérstaklega í sölu á ferðalögum til einstaklinga. Vöxturinn er eðlilegri í sölu á viðskiptaferðalögum,“ segir Lennart Käll, forstjóri Ticket, sem þakkar árangurinn markvissara sölustarfi og miklum viðsnúningi á rekstri félagsins í Noregi. Hann segir að viðskiptavinir séu fyrr á ferðinni hvað varðar kaup á ferðum fyrir næsta vetur og dvelji lengur á áfangastöðum en áður. Þetta endurspeglist í breyttri hegðun viðskiptavina: Fyrir tíu árum var fyrsta skrefið að bóka flug, svo hótel og síðast að athuga hvernig ætti að verja tímanum í fríinu. Nú er öldin önnur, viðskiptavinurinn velti því fyrst fyrir sér afþreyingunni áður en kemur að því að bóka flug og hótel. Til marks um stærð Ticket þá fyllir fyrirtækið 25 Boeing 737-farþegaþotur á degi hverjum og rekur 87 söluskrifstofur í Noregi og Svíþjóð. Ticket selur ekki einvörðungu ferðalög til suðlægari slóða heldur einnig viðskiptaferðalög, til dæmis í tengslum við fundi og ráðstefnur. Þetta er ört vaxandi markaður í Skandinavíu eins og annars staðar í heiminum. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu íslenska eignarhaldsfélagsins Northern Travel Holding (29,3%) en talið er að heildarhlutur Íslendinga nemi um helmingi hlutafjár. „Við getum ekki annað en verið ánægðir með niðurstöðuna. Fyrsti ársfjórðungur 2006 var sá langbesti í sögu fyrirtækisins og nú erum við að bæta okkur enn frekar. Ég tel að þetta verði mjög gott ár fyrir alla, hluthafa, stjórn og stjórnendur,“ segir Matthías Páll Imsland, stjórnarformaður Ticket. Forystumenn Ticket hafa lýst yfir vilja sínum að vera í forystu á norrænum ferðaþjónustumarkaði. Það er hægt annars vegar með því að stækka innan Svíþjóðar og Noregs, en jafnframt sækja inn til Danmerkur og jafnvel Finnlands. Á aðalfundi Ticket í Stokkhólmi í síðustu viku samþykktu hluthafar tillögu stjórnar um að ekki yrði greiddur arður til þess að styðja við ytri vöxt félagsins. „Við getum ekki bara staðið okkur vel með því að vaxa innan frá. Við verðum líka að taka yfir góð fyrirtæki eða illa rekin fyrirtæki sem gætu orðið betri undir okkar stjórn,“ segir Lennart. Það vakti athygli á fundinum að Gunnar Ek, formaður hinna gagnrýnu samtaka sænskra fjárfesta, sem mæta á alla aðalfundi skráðra félaga, hrósaði stjórnendum og stjórnarformanni sérstaklega fyrir eftir að hafa spurt þá spjörunum úr allan fundinn um öll möguleg og ómöguleg atriði. Sagði hann félagið vera sterkt og stjórnendur þess hafa skýra stefnu. Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Árið fer vel af stað hjá sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket Travel Group en fyrsti ársfjórðungur var sá besti í sautján ára sögu félagsins. Hagnaður eftir skatta nam 162 milljónum króna sem er þrjátíu prósenta aukning á milli ára. Veltan var rúmir 13,5 milljarðar króna og jókst um 48 prósent. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) hækkaði um fjörutíu prósent. „Árið fer frábærlega af stað hvað veltu og rekstrarhagnað varðar, sérstaklega í sölu á ferðalögum til einstaklinga. Vöxturinn er eðlilegri í sölu á viðskiptaferðalögum,“ segir Lennart Käll, forstjóri Ticket, sem þakkar árangurinn markvissara sölustarfi og miklum viðsnúningi á rekstri félagsins í Noregi. Hann segir að viðskiptavinir séu fyrr á ferðinni hvað varðar kaup á ferðum fyrir næsta vetur og dvelji lengur á áfangastöðum en áður. Þetta endurspeglist í breyttri hegðun viðskiptavina: Fyrir tíu árum var fyrsta skrefið að bóka flug, svo hótel og síðast að athuga hvernig ætti að verja tímanum í fríinu. Nú er öldin önnur, viðskiptavinurinn velti því fyrst fyrir sér afþreyingunni áður en kemur að því að bóka flug og hótel. Til marks um stærð Ticket þá fyllir fyrirtækið 25 Boeing 737-farþegaþotur á degi hverjum og rekur 87 söluskrifstofur í Noregi og Svíþjóð. Ticket selur ekki einvörðungu ferðalög til suðlægari slóða heldur einnig viðskiptaferðalög, til dæmis í tengslum við fundi og ráðstefnur. Þetta er ört vaxandi markaður í Skandinavíu eins og annars staðar í heiminum. Fyrirtækið er að stærstum hluta í eigu íslenska eignarhaldsfélagsins Northern Travel Holding (29,3%) en talið er að heildarhlutur Íslendinga nemi um helmingi hlutafjár. „Við getum ekki annað en verið ánægðir með niðurstöðuna. Fyrsti ársfjórðungur 2006 var sá langbesti í sögu fyrirtækisins og nú erum við að bæta okkur enn frekar. Ég tel að þetta verði mjög gott ár fyrir alla, hluthafa, stjórn og stjórnendur,“ segir Matthías Páll Imsland, stjórnarformaður Ticket. Forystumenn Ticket hafa lýst yfir vilja sínum að vera í forystu á norrænum ferðaþjónustumarkaði. Það er hægt annars vegar með því að stækka innan Svíþjóðar og Noregs, en jafnframt sækja inn til Danmerkur og jafnvel Finnlands. Á aðalfundi Ticket í Stokkhólmi í síðustu viku samþykktu hluthafar tillögu stjórnar um að ekki yrði greiddur arður til þess að styðja við ytri vöxt félagsins. „Við getum ekki bara staðið okkur vel með því að vaxa innan frá. Við verðum líka að taka yfir góð fyrirtæki eða illa rekin fyrirtæki sem gætu orðið betri undir okkar stjórn,“ segir Lennart. Það vakti athygli á fundinum að Gunnar Ek, formaður hinna gagnrýnu samtaka sænskra fjárfesta, sem mæta á alla aðalfundi skráðra félaga, hrósaði stjórnendum og stjórnarformanni sérstaklega fyrir eftir að hafa spurt þá spjörunum úr allan fundinn um öll möguleg og ómöguleg atriði. Sagði hann félagið vera sterkt og stjórnendur þess hafa skýra stefnu.
Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Volvo segir upp þrjú þúsund manns Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Sjá meira