Viðskipti erlent

Óvænt verðbólga

Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands.
Mervyn King, seðlabankastjóri Englandsbanka og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands.

Verðbólga jókst um hálft prósent á milli mánaða í Bretlandi í síðasta mánuði og hefur ekki verið meiri í áratug, 3,1 prósent. Þetta er rúmu prósenti yfir verðbólgumarkmiði Englandsbanka.

Þróunin er þvert á væntingar, en í byrjun mánaðar ákvað Englandsbanki að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósentum. Helsta ástæðan aukinnar verðbólgu er sögð styrking pundsins, sem hefur ekki verið jafn hátt gagnvart Bandaríkjadal í fimmtán ár. Nokkurrar óvissu gætti um síðustu vaxtaákvörðun bankans, en víst þykir að vextir hækki um að minnsta kosti 25 punkta í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×