Viðskipti innlent

Sensa selt Símanum

Síminn hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum í þjónustufyrirtækinu Sensa ehf. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er ekki gefið upp.

Í fréttatilkynningu Símans segir að kaupin séu liður í þeirri stefnu Símans að auka sérhæfða ráðgjöf og innleiðingu samskiptalausna. „Tækifærin sem skapast með samvinnu þessara félaga eru fjöldamörg og spennandi verður að fylgja þeim eftir," er haft eftir Sigríði Olgeirsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Símanum. Fyrri eigendur og stofnendur Sensa starfa áfram hjá fyrirtækinu. Engin breyting verður gerð á rekstrarforminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×