Sport

Vann alla leiki sína

Vann flesta leiki. Enginn stóð sig betur hjá Eslövs en Guðmundur Stephensen.
Vann flesta leiki. Enginn stóð sig betur hjá Eslövs en Guðmundur Stephensen. MYND/Hari

Guðmundur Stephensen varð í vikunni sænskur meistari í borðtennis með liði sínu Eslövs AI sem vann alla þrjá úrslitaleikina gegn BTK Rekord.

Guðmundur stóð sig frábærlega í úrslitaeinvíginu, vann alla sína sex leiki og enn fremur 18 af 19 hrinum. Þetta gerir 100 prósenta sigurhlutfall í leikjum og 95 prósenta sigurhlutfall í hrinum.

Guðmundur var líka með bestan árangur af öllum spilurum meistaraliðsins. Reynsluboltinn Mattias Andersson vann alla fjóra leiki sína og 12 af 14 hrinum, Zhao Peng vann 4 af 6 leikjum sínum og 14 af 22 hrinum.

Guðmundur vann 8 af 9 leikjum sínum í úrslitakeppninni og hækkaði sigurhlutfall sitt um 16 prósent frá því í deildarkeppninni þar sem hann vann 16 af 22 leikjum. Það má því með sanni segja að strákurinn hafi toppað á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×