Viðskipti innlent

Tekjur Nýherja aukast um 24%

Nýherji skilaði 102,5 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi samanborið við 29,4 milljónir í fyrra.
Nýherji skilaði 102,5 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi samanborið við 29,4 milljónir í fyrra.

Nýherji skilaði 102,5 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi samanborið við 29,4 milljónir króna á sama fjórðungi í fyrra.

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) nam 156,4 milljónum króna en var 154,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra.



Tekjur tímabilsins voru 2.637,3 milljónir króna en námu 2.123 milljónum á sama tíma í fyrra. Þær voru nokkuð umfram áætlanir stjórnenda Nýherja, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Er nú gert ráð fyrir að heildartekjur félagsins á árinu verði yfir tíu milljarðar og að áætlanir um afkomu á síðari árshelmingi gangi eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×