Kæri Hannes! 21. júlí 2007 07:00 Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Bestu þakkir fyrir bréfið sem gladdi mig ósegjanlega. Þar færir þú mér þau merku tíðindi, og sennilega ýmsum lesendum Bréfs til Maríu líka, að Henri Lepage sé góðvinur þinn. Það gætir að vísu nokkurs misskilnings hjá þér, þegar þú segir að ég hneykslist á bók Henri Lepage, Á morgun, kapítalisminn, eða samkvæmt þinni túlkun á titlinum, Morgundagurinn er kapítalismans. Það er í rauninni þvert á móti. Mér fannst hún hin athyglisverðasta, því þar fékk ég á einum stað nákvæmt, greinargott og yfirgripsmikið yfirlit yfir kenningar frjálshyggjumanna. Þess vegna taldi ég ómaksins vert að verja tíma og rúmi í að fjalla um þessa bók. Nú mun sá orðrómur vera kominn á kreik og hefur borist til mín í vindinum, að ég hafi dregið þarna fram einhvern þriðja flokks höfund, með öllu óþekktan, sem ekki sé eyðandi miklu púðri á; ég ráðist sem sé á garð frjálshyggjumanna þar sem hann sé lægstur, eða jafnvel skarð í honum. Þetta er alvarleg gagnrýni, ef hún skyldi hafa við rök að styðjast, og erfitt fyrir mig að svara henni, því óvíst að ég teldist trúverðugur ef ég ætlaði að taka upp hanskann fyrir Henri Lepage meira en orðið er. En nú hefur þú tekið ómakið af mér og kippt öllum grundvelli undan þessum andmælum. Eins og almenningur veit átt þú það nefnilega sameiginlegt með ýmsum þeim höfuðspekingum sem láta ljós sitt skína á Signubökkum, að þú umgengst einungis stórmenni þessa heims. Ef Henri Lepage er góðvinur þinn, getur hann þess vegna ekki verið neinn hálfdrættingur í hugmyndafræðum frjálshyggjunnar, það hlýtur að vera fullt mark takandi á manni sem er í svo góðum félagsskap. Þess vegna er það líka dálítið óréttlátt hjá þér, þegar þú segir í nokkrum álösunartón að ég safni saman undir heitinu „frjálshyggja" alls kyns hagstjórnarhugmyndum og þá væntanlega ólíkum. Þær hugmyndir sem ég fjalla um eru allar til staðar í riti Henri Lepage, hann hefur safnað þeim saman á undan mér. Megir þú svo ávallt vaxa að manviti. Höfundur er sagnfræðingur og doktor í miðaldafræðum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar