Viðskipti innlent

Kista kaupir meira

Kista-fjárfestingarfélag jók hlut sinn í Existu úr 2,67 prósentum í 6,25 prósent og er þar með orðið annar stærsti hluthafinn í fjármálaþjónustufyrirtækinu. Kaupverðið nam rúmum 10,8 milljörðum króna.

Eigendur Kistu eru svokallaðir Existu-sparisjóðir en þar fer SPRON fremst í flokki. Félagið var stofnað fyrir síðustu áramót.

Á sama tíma tilkynnti SPRON um sölu á 1,59 prósenta beinum eignarhlut sínum í Existu en sparisjóðurinn heldur utan um 4,75 prósenta hlut eftir viðskiptin. Þá seldi einnig Icebank, áður Sparisjóðabankinn, hluta af bréfum sínum í Existu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×