Viðskipti innlent

Hækka áunnin réttindi

Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins gekk með miklum ágætum árið 2006 og hækkuðu áætlaðar eftirlaunagreiðslur sjóðsins að meðaltali um fjórðung á árinu og allt að þrjátíu prósent. Lagt er til að ellilífeyrisgreiðslur og áunnin réttindi í tryggingadeild hækki um fjögur prósent.

Nafnávöxtun Ævisafns 1 nam um 22 prósentum en aðrar ávöxtunarleiðir voru með um 10-21 prósenta ávöxtun.

Samtryggingarsjóður Almenna lífeyrissjóðsins er frábrugðinn öðrum lífeyrissjóðum að því leyti að sjóðurinn lofar ekki ellilífeyrisréttindum fyrr en við töku lífeyris. Sveiflur í ávöxtun breyta því ekki áunnum lífeyrisréttindum eins og oftast er algengt í öðrum lífeyrissjóðum.

Heildareignir lífeyrissjóðsins voru 83 milljarðar í árslok og hækkuðu um 29 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×