Atvinnustefna og náttúruvernd Árni Páll Árnason skrifar 26. mars 2007 00:01 Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun