Viðskipti innlent

Tækifæri í nýjum samningi

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Ísland á ekki aðild að samkomulagi sem Evrópusambandið og Bandaríkin komust að í gær.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Ísland á ekki aðild að samkomulagi sem Evrópusambandið og Bandaríkin komust að í gær.

Evrópska efnahagssvæðið, og þar með Ísland, á ekki aðild að samkomulagi sem Evrópusambandið og Bandaríkin komust að í gær. Í því felst að öllum flugfélögum innan Evrópusambandsins verður, frá 30. mars 2008, heimilt að fljúga til Bandaríkjanna frá hvaða landi innan sambandsins sem er. Hingað til hafa ríki Evrópusambandsins haft sérsamninga um gagnkvæm flugréttindi við Bandaríkin.

Með tilkomu samningsins mun samkeppni meðal evrópskra flugvéla líkast til glæðast og leiða til mikillar verðlækkunar á þeim flugleiðum sem um ræðir. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, telur þó að aðrir þættir virki hamlandi á samkeppni. Til dæmis séu pláss á evrópskum flugvöllum takmörkuð sökum þess hversu þétt setnir þeir eru. Hann telur að samkomulagið muni ekki hafa teljandi áhrif á rekstur stærstu evrópsku flugfélaganna. Minni flugfélög muni hins vegar örugglega geta nýtt þá möguleika sem myndist við breytingarnar.

Áhrifa samkomulagsins mun ekki gæta hér á landi til skamms tíma. Jón Karl telur þó líklegt að Ísland verði hluti af slíku samkomulagi á komandi árum. Það muni bæði hafa í för með sér tækifæri og ógnanir fyrir Icelandair.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×