Viðskipti innlent

Kaupa meira í Storebrand

Kaupþing keypti 1,9 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand fyrir 4,9 milljarða króna í gær. Þetta kom fram á fréttasíðunni E24. Þar sem bankinn þarf ekki að tilkynna um þessi viðskipti til Kauphallarinnar í Ósló er óvíst hvort bréfin voru keypt fyrir bankann sjálfan eða fyrir kúnna.

Kaupþing flaggaði 10,43 prósenta hlut í Storebrand á þriðjudaginn, degi eftir að bankinn fékk heimild til að fara með allt að fimmtungshlut í norska bankanum. Bankinn varð þar með stærsti hluthafi norska fyrirtækisins.

Frá ársbyrjun hefur gengi hlutabréfa í Storebrand hækkað um 22 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×