Seljendur fyrirtækja telja sig ekki fá nóg 14. mars 2007 06:00 Benedikt Magnússon Benedikt, sem er forstöðumaður fyrirtækjasviðs KPMG hér á landi, segir ljóst að standa þurfi vel að söluferli fyrirtækja. Ekki sé nóg að samningurinn sé pottþéttur, verðið þurfi líka að vera rétt. MYND/Pjetur Óli Kristján Ármannsson skrifar Þrátt fyrir seljendavænan fyrirtækjamarkað í Vestur-Evrópu síðustu ár virðast seljendur ekki fá hámarksverð fyrir fyrirtæki sín samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar greiningar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG. Í rannsókninni, sem náði til þriggja heimsálfa, kemur fram að helmingur fyrirtækja og fjórðungur fjárfestingafélaga, telur sig ekki hafa náð hámarksarði í síðustu sölu. Þá kemur einnig fram að bakreikningar draga oft úr arði eftir að frá sölu hefur verið gengið. Einnig var kannað hversu langan tíma söluferli fyrirtækja taki. Þrír fjórðu seljenda segja að alla jafna taki yfir hálft ár að selja fyrirtæki. Almennt telja menn að samningar taki svipaðan tíma og áður, en þó er nokkur hópur sem telur að ferlið sé að lengjast. KPMG spáir því í skýrslu sinni að söluferlið verði sífellt faglegra og telur þar gæta áhrifa frá fjárfestingafélögum sem mikla áherslu leggi á áreiðanleikakannanir og viðlíka verkferla. Sýnt hafi sig að fjárfestingafélögin hafi fremur náð að hámarka arð sinn við fyrirtækjasölu og að aðrir komi til með að vera eftirbátar þeirra þar til ámóta starfsaðferðir hafi verið teknar upp. Benedikt Magnússon, forstöðumaður fyrirtækjasviðs KPMG á Íslandi, segir erfitt að fullyrða um hvort þessar niðurstöður bendi til að íslenska útrásin hafi fengist á betra verði en ella. „Íslendingar hafa náttúrlega keypt grimmt og kannski ráð að huga vel að þessum málum áður en kemur að því að taka til í nýjum eignum og jafnvel selja aftur frá sér að hluta.“ Benedikt segir skýrsluna endurspegla þá ráðgjöf sem KPMG hafi haft uppi um mikilvægi þess að standa rétt að málum. „Alveg klárt mál er að það er ekki skyndilausn að selja. Oft halda menn að þetta sé einfalt mál, en ef allt á að fara vel að lokum er að mörgu að hyggja og hægt að misstíga sig víða í ferlinu.“ Benedikt bendir í því sambandi á að þegar fyrirtæki eru seld sé verið að opna fyrir aðgengi kaupenda að margvíslegum upplýsingum sem kunni að vera viðkvæmar. „Svo tekur salan náttúrlega tíma sinn og ekki má gleyma að reka fyrirtækið á meðan. Oft er það þannig hér að lykilstjórnandi er líka eigandi. Ef hann hverfur í söluferli kemur það fljótt niður á árangri félagsins.“ Þá ítrekar Benedikt mikilvægi þess að leitað sé til fagaðila sem þekki til verðmyndunar félaga, fremur en á staði þar sem öll áhersla sé ef til vill lögð á einn þátt, svo sem form kaupsamningsins. Í lokaspurningu könnunar KPMG bendir Benedikt hins vegar á að fram komi að þótt allir væru sammála um að betur þyrfti að standa að málum, myndu tveir þriðju samt ekki breyta sinni nálgun. „Og það þrátt fyrir að menn geri sér grein fyrir því sem aflaga fór áður.“ Um leið segir Benedikt vert að hafa í huga að margar ástæður geti legið að baki því að seljandi fyrirtækis telji sig ekki hafa fengið fullt virði fyrir eign sína. Þannig geti menn óttast að missa af sölutækifærum stökkvi þeir ekki til, enda hefðu þeir að öðrum kosti þurft að bíða lengi eftir nýju og betra tilboði. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Þrátt fyrir seljendavænan fyrirtækjamarkað í Vestur-Evrópu síðustu ár virðast seljendur ekki fá hámarksverð fyrir fyrirtæki sín samkvæmt niðurstöðum nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar greiningar- og ráðgjafarfyrirtækisins KPMG. Í rannsókninni, sem náði til þriggja heimsálfa, kemur fram að helmingur fyrirtækja og fjórðungur fjárfestingafélaga, telur sig ekki hafa náð hámarksarði í síðustu sölu. Þá kemur einnig fram að bakreikningar draga oft úr arði eftir að frá sölu hefur verið gengið. Einnig var kannað hversu langan tíma söluferli fyrirtækja taki. Þrír fjórðu seljenda segja að alla jafna taki yfir hálft ár að selja fyrirtæki. Almennt telja menn að samningar taki svipaðan tíma og áður, en þó er nokkur hópur sem telur að ferlið sé að lengjast. KPMG spáir því í skýrslu sinni að söluferlið verði sífellt faglegra og telur þar gæta áhrifa frá fjárfestingafélögum sem mikla áherslu leggi á áreiðanleikakannanir og viðlíka verkferla. Sýnt hafi sig að fjárfestingafélögin hafi fremur náð að hámarka arð sinn við fyrirtækjasölu og að aðrir komi til með að vera eftirbátar þeirra þar til ámóta starfsaðferðir hafi verið teknar upp. Benedikt Magnússon, forstöðumaður fyrirtækjasviðs KPMG á Íslandi, segir erfitt að fullyrða um hvort þessar niðurstöður bendi til að íslenska útrásin hafi fengist á betra verði en ella. „Íslendingar hafa náttúrlega keypt grimmt og kannski ráð að huga vel að þessum málum áður en kemur að því að taka til í nýjum eignum og jafnvel selja aftur frá sér að hluta.“ Benedikt segir skýrsluna endurspegla þá ráðgjöf sem KPMG hafi haft uppi um mikilvægi þess að standa rétt að málum. „Alveg klárt mál er að það er ekki skyndilausn að selja. Oft halda menn að þetta sé einfalt mál, en ef allt á að fara vel að lokum er að mörgu að hyggja og hægt að misstíga sig víða í ferlinu.“ Benedikt bendir í því sambandi á að þegar fyrirtæki eru seld sé verið að opna fyrir aðgengi kaupenda að margvíslegum upplýsingum sem kunni að vera viðkvæmar. „Svo tekur salan náttúrlega tíma sinn og ekki má gleyma að reka fyrirtækið á meðan. Oft er það þannig hér að lykilstjórnandi er líka eigandi. Ef hann hverfur í söluferli kemur það fljótt niður á árangri félagsins.“ Þá ítrekar Benedikt mikilvægi þess að leitað sé til fagaðila sem þekki til verðmyndunar félaga, fremur en á staði þar sem öll áhersla sé ef til vill lögð á einn þátt, svo sem form kaupsamningsins. Í lokaspurningu könnunar KPMG bendir Benedikt hins vegar á að fram komi að þótt allir væru sammála um að betur þyrfti að standa að málum, myndu tveir þriðju samt ekki breyta sinni nálgun. „Og það þrátt fyrir að menn geri sér grein fyrir því sem aflaga fór áður.“ Um leið segir Benedikt vert að hafa í huga að margar ástæður geti legið að baki því að seljandi fyrirtækis telji sig ekki hafa fengið fullt virði fyrir eign sína. Þannig geti menn óttast að missa af sölutækifærum stökkvi þeir ekki til, enda hefðu þeir að öðrum kosti þurft að bíða lengi eftir nýju og betra tilboði.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira