126 ár að vinna upp í morgunverk bankastjóra Ögmundur Jónasson skrifar 9. mars 2007 05:00 Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun