DiCaprio í myndatöku fyrir Vanity Fair á Íslandi 6. mars 2007 10:00 Leonardo DiCaprio Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio lendir á Íslandi í dag ásamt ljósmyndara og starfsfólki frá bandaríska glanstímaritinu Vanity Fair. Ætlunin er að taka myndir af leikaranum fyrir forsíðuviðtal sem birtist við DiCaprio á síðum blaðsins. Skammt er því á milli komu stórstjarna hingað enda ekki langt síðan Jude Law hreiðraði um sig á 101 hótel ásamt fjölskyldu sinni. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar tökuliðið og DiCaprio meðan það dvelst hér á landi en Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North, vildi ekkert tjá sig um málið, sagði fyrirtækið ekki upplýsa um komur stórstjarna til landsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður farið með leikarann upp á Snæfellsjökul og verður hann bróðurpartinn af dvöl sinni úti á landi. DiCaprio verður á landinu í nokkra daga og gefur sér örugglega tíma til að skoða helstu kennileiti landsins. Stjarna DiCaprio hefur sjaldan eða aldrei skinið jafn skært og um þessar mundir. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í Blood Diamond og lék jafnframt aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Departed sem hlaut styttuna góðu í flokknum besta myndin. Vafalítið hefur hann þar fengið að heyra góða hluti frá mótleikara sínum Ray Winstone sem kom hingað til lands í fyrra og lét vel af. DiCaprio hefur verið hirðleikari bandaríska þungavigtarleikstjórans Martin Scorsese og leikið í kvikmyndum hans Gangs of New York og The Aviator auk áðurnefndrar The Departed en reiknað er með að leikarinn taki að sér hlutverk Theo-dore Roosevelt í næstu kvikmynd leikstjórans. DiCaprio vakti fyrst athygli á hvíta tjaldinu í hlutverki hins þroskahefta Arnie Grape í kvikmyndinni What's Eating Gilbert Grape og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1994 en fram að því hafði hann leikið eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Vaxtarverkjum eða Growing Pains. DiCaprio var þó ekki spáð miklum frama þegar unglingsárin yrðu að baki en þær gagnrýnisraddir þögnuðu fljótlega þegar stórslysamyndin Titanic varð einhver stærsti smellur kvikmyndasögunnar. Myndin rakaði inn Óskarsverðlaunum en það var fyrir tilstilli leikstjórans James Cameron að DiCaprio var valinn. Myndin tryggði honum sess meðal stærstu stjarna Hollywood og í dag eru fáir leikarar sem trekkja jafnmarga gesti að í kvikmyndahúsunum. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio lendir á Íslandi í dag ásamt ljósmyndara og starfsfólki frá bandaríska glanstímaritinu Vanity Fair. Ætlunin er að taka myndir af leikaranum fyrir forsíðuviðtal sem birtist við DiCaprio á síðum blaðsins. Skammt er því á milli komu stórstjarna hingað enda ekki langt síðan Jude Law hreiðraði um sig á 101 hótel ásamt fjölskyldu sinni. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar tökuliðið og DiCaprio meðan það dvelst hér á landi en Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North, vildi ekkert tjá sig um málið, sagði fyrirtækið ekki upplýsa um komur stórstjarna til landsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður farið með leikarann upp á Snæfellsjökul og verður hann bróðurpartinn af dvöl sinni úti á landi. DiCaprio verður á landinu í nokkra daga og gefur sér örugglega tíma til að skoða helstu kennileiti landsins. Stjarna DiCaprio hefur sjaldan eða aldrei skinið jafn skært og um þessar mundir. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í Blood Diamond og lék jafnframt aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Departed sem hlaut styttuna góðu í flokknum besta myndin. Vafalítið hefur hann þar fengið að heyra góða hluti frá mótleikara sínum Ray Winstone sem kom hingað til lands í fyrra og lét vel af. DiCaprio hefur verið hirðleikari bandaríska þungavigtarleikstjórans Martin Scorsese og leikið í kvikmyndum hans Gangs of New York og The Aviator auk áðurnefndrar The Departed en reiknað er með að leikarinn taki að sér hlutverk Theo-dore Roosevelt í næstu kvikmynd leikstjórans. DiCaprio vakti fyrst athygli á hvíta tjaldinu í hlutverki hins þroskahefta Arnie Grape í kvikmyndinni What's Eating Gilbert Grape og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1994 en fram að því hafði hann leikið eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Vaxtarverkjum eða Growing Pains. DiCaprio var þó ekki spáð miklum frama þegar unglingsárin yrðu að baki en þær gagnrýnisraddir þögnuðu fljótlega þegar stórslysamyndin Titanic varð einhver stærsti smellur kvikmyndasögunnar. Myndin rakaði inn Óskarsverðlaunum en það var fyrir tilstilli leikstjórans James Cameron að DiCaprio var valinn. Myndin tryggði honum sess meðal stærstu stjarna Hollywood og í dag eru fáir leikarar sem trekkja jafnmarga gesti að í kvikmyndahúsunum.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Fleiri fréttir Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira