DiCaprio í myndatöku fyrir Vanity Fair á Íslandi 6. mars 2007 10:00 Leonardo DiCaprio Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio lendir á Íslandi í dag ásamt ljósmyndara og starfsfólki frá bandaríska glanstímaritinu Vanity Fair. Ætlunin er að taka myndir af leikaranum fyrir forsíðuviðtal sem birtist við DiCaprio á síðum blaðsins. Skammt er því á milli komu stórstjarna hingað enda ekki langt síðan Jude Law hreiðraði um sig á 101 hótel ásamt fjölskyldu sinni. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar tökuliðið og DiCaprio meðan það dvelst hér á landi en Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North, vildi ekkert tjá sig um málið, sagði fyrirtækið ekki upplýsa um komur stórstjarna til landsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður farið með leikarann upp á Snæfellsjökul og verður hann bróðurpartinn af dvöl sinni úti á landi. DiCaprio verður á landinu í nokkra daga og gefur sér örugglega tíma til að skoða helstu kennileiti landsins. Stjarna DiCaprio hefur sjaldan eða aldrei skinið jafn skært og um þessar mundir. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í Blood Diamond og lék jafnframt aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Departed sem hlaut styttuna góðu í flokknum besta myndin. Vafalítið hefur hann þar fengið að heyra góða hluti frá mótleikara sínum Ray Winstone sem kom hingað til lands í fyrra og lét vel af. DiCaprio hefur verið hirðleikari bandaríska þungavigtarleikstjórans Martin Scorsese og leikið í kvikmyndum hans Gangs of New York og The Aviator auk áðurnefndrar The Departed en reiknað er með að leikarinn taki að sér hlutverk Theo-dore Roosevelt í næstu kvikmynd leikstjórans. DiCaprio vakti fyrst athygli á hvíta tjaldinu í hlutverki hins þroskahefta Arnie Grape í kvikmyndinni What's Eating Gilbert Grape og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1994 en fram að því hafði hann leikið eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Vaxtarverkjum eða Growing Pains. DiCaprio var þó ekki spáð miklum frama þegar unglingsárin yrðu að baki en þær gagnrýnisraddir þögnuðu fljótlega þegar stórslysamyndin Titanic varð einhver stærsti smellur kvikmyndasögunnar. Myndin rakaði inn Óskarsverðlaunum en það var fyrir tilstilli leikstjórans James Cameron að DiCaprio var valinn. Myndin tryggði honum sess meðal stærstu stjarna Hollywood og í dag eru fáir leikarar sem trekkja jafnmarga gesti að í kvikmyndahúsunum. Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio lendir á Íslandi í dag ásamt ljósmyndara og starfsfólki frá bandaríska glanstímaritinu Vanity Fair. Ætlunin er að taka myndir af leikaranum fyrir forsíðuviðtal sem birtist við DiCaprio á síðum blaðsins. Skammt er því á milli komu stórstjarna hingað enda ekki langt síðan Jude Law hreiðraði um sig á 101 hótel ásamt fjölskyldu sinni. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðar tökuliðið og DiCaprio meðan það dvelst hér á landi en Finnur Jóhannsson, framleiðandi hjá True North, vildi ekkert tjá sig um málið, sagði fyrirtækið ekki upplýsa um komur stórstjarna til landsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður farið með leikarann upp á Snæfellsjökul og verður hann bróðurpartinn af dvöl sinni úti á landi. DiCaprio verður á landinu í nokkra daga og gefur sér örugglega tíma til að skoða helstu kennileiti landsins. Stjarna DiCaprio hefur sjaldan eða aldrei skinið jafn skært og um þessar mundir. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrr á þessu ári fyrir leik sinn í Blood Diamond og lék jafnframt aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Departed sem hlaut styttuna góðu í flokknum besta myndin. Vafalítið hefur hann þar fengið að heyra góða hluti frá mótleikara sínum Ray Winstone sem kom hingað til lands í fyrra og lét vel af. DiCaprio hefur verið hirðleikari bandaríska þungavigtarleikstjórans Martin Scorsese og leikið í kvikmyndum hans Gangs of New York og The Aviator auk áðurnefndrar The Departed en reiknað er með að leikarinn taki að sér hlutverk Theo-dore Roosevelt í næstu kvikmynd leikstjórans. DiCaprio vakti fyrst athygli á hvíta tjaldinu í hlutverki hins þroskahefta Arnie Grape í kvikmyndinni What's Eating Gilbert Grape og hlaut meðal annars tilnefningu til Óskarsverðlauna árið 1994 en fram að því hafði hann leikið eitt aðalhlutverkanna í sjónvarpsþáttunum Vaxtarverkjum eða Growing Pains. DiCaprio var þó ekki spáð miklum frama þegar unglingsárin yrðu að baki en þær gagnrýnisraddir þögnuðu fljótlega þegar stórslysamyndin Titanic varð einhver stærsti smellur kvikmyndasögunnar. Myndin rakaði inn Óskarsverðlaunum en það var fyrir tilstilli leikstjórans James Cameron að DiCaprio var valinn. Myndin tryggði honum sess meðal stærstu stjarna Hollywood og í dag eru fáir leikarar sem trekkja jafnmarga gesti að í kvikmyndahúsunum.
Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira