Þrír keppa um uppgjör evruhlutabréfa 21. febrúar 2007 03:30 Óli Kristján Ármannsson skrifar Deutsche bank kemur samkvæmt heimildum Markaðarins til greina sem uppgjörsbanki í lok viðskiptadags vegna evruskráningar hlutabréfa hér. Sérstök samráðsnefnd vinnur að því að finna lausn á því hvernig haga á uppgjöri vegna fyrirtækja Kauphallarinnar sem kjósa að skrá bréf sín í evrum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þrjár leiðir færar, en eitt fyrirtæki hefur þegar tekið ákvörðun um að fara þessa leið og fleiri undirbúa hana. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá að erlendan banka og koma þar ýmsir til greina, þar á meðal Deutsche bank. Síðan hefðum við líka getað farið leið í gegnum Danmörku þar sem við erum þegar með tengingu við dönsku verðbréfaskráninguna og yrði þá uppgjörið í evrum í Seðlabankanum þar. Loks er síðan sú leið að Seðlabanki Íslands tæki verkefnið að sér, en það væri trúlega að mörgu leyti hagfelldasta leiðin. Hins vegar á eftir að fara vandlega yfir þetta,“ segir Þórður og kveður mest um vert að búa þannig um hnúta að tryggilega sé að málum staðið. Seðlabankinn taldi fyrst í stað að hann hefði ekki heimild til að gera upp í annarri mynt en krónum. Guðmundur Kr. Tómasson, staðgengill framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabankans og formaður samráðsnefndar um samskipti verðbréfamiðstöðva, Kauphalla og Seðlabanka Íslands, segir uppgjörsmál í tengslum við evruskráningu hlutabréfa enn í skoðun og ákvörðun í málinu liggi ekki fyrir. Meðal annars segir hann verið að skoða mögulegt uppgjör innanlands, annaðhvort með aðkomu Seðlabankans eða innlends viðskiptabanka. „Verði sú leið farin þarf að tryggja að þetta uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til uppgjörskerfa,“ segir hann. Uppgjörskerfi sem þessi eru tiltölulega flókin og vakna spurningar um hvort rekstur þess yrði hagkvæmur nema mörg fyrirtæki ákvæðu að færa bréf sín í evrum. Hin leiðin væri þá að færa uppgjörið úr landi. Hluthafar Actavis hafa þegar samþykkt að færa hluta bréfa sinna yfir í evrur. Þá verður á aðalfundi Marels í mars lögð fyrir hluthafa á aðalfundi beiðni um að færa hlutafé í evrur. Friðrik Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, sagði nýverið á fundi að líklegt mætti telja að á aðalfundi bankans yrði farið fram á heimild til evruskráningar. Þá hefur Exista sótt um leyfi til ársreikningaskrár um að gera upp í evrum og ætlar að sækja á fundi hluthafa heimild til að færa hlutafé yfir í evrur. Þar á bæ hefur hins vegar ekki verið tekin ákvörðun um hvort heimildin verður nýtt. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Deutsche bank kemur samkvæmt heimildum Markaðarins til greina sem uppgjörsbanki í lok viðskiptadags vegna evruskráningar hlutabréfa hér. Sérstök samráðsnefnd vinnur að því að finna lausn á því hvernig haga á uppgjöri vegna fyrirtækja Kauphallarinnar sem kjósa að skrá bréf sín í evrum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir þrjár leiðir færar, en eitt fyrirtæki hefur þegar tekið ákvörðun um að fara þessa leið og fleiri undirbúa hana. „Í fyrsta lagi væri hægt að fá að erlendan banka og koma þar ýmsir til greina, þar á meðal Deutsche bank. Síðan hefðum við líka getað farið leið í gegnum Danmörku þar sem við erum þegar með tengingu við dönsku verðbréfaskráninguna og yrði þá uppgjörið í evrum í Seðlabankanum þar. Loks er síðan sú leið að Seðlabanki Íslands tæki verkefnið að sér, en það væri trúlega að mörgu leyti hagfelldasta leiðin. Hins vegar á eftir að fara vandlega yfir þetta,“ segir Þórður og kveður mest um vert að búa þannig um hnúta að tryggilega sé að málum staðið. Seðlabankinn taldi fyrst í stað að hann hefði ekki heimild til að gera upp í annarri mynt en krónum. Guðmundur Kr. Tómasson, staðgengill framkvæmdastjóra fjármálasviðs Seðlabankans og formaður samráðsnefndar um samskipti verðbréfamiðstöðva, Kauphalla og Seðlabanka Íslands, segir uppgjörsmál í tengslum við evruskráningu hlutabréfa enn í skoðun og ákvörðun í málinu liggi ekki fyrir. Meðal annars segir hann verið að skoða mögulegt uppgjör innanlands, annaðhvort með aðkomu Seðlabankans eða innlends viðskiptabanka. „Verði sú leið farin þarf að tryggja að þetta uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til uppgjörskerfa,“ segir hann. Uppgjörskerfi sem þessi eru tiltölulega flókin og vakna spurningar um hvort rekstur þess yrði hagkvæmur nema mörg fyrirtæki ákvæðu að færa bréf sín í evrum. Hin leiðin væri þá að færa uppgjörið úr landi. Hluthafar Actavis hafa þegar samþykkt að færa hluta bréfa sinna yfir í evrur. Þá verður á aðalfundi Marels í mars lögð fyrir hluthafa á aðalfundi beiðni um að færa hlutafé í evrur. Friðrik Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, sagði nýverið á fundi að líklegt mætti telja að á aðalfundi bankans yrði farið fram á heimild til evruskráningar. Þá hefur Exista sótt um leyfi til ársreikningaskrár um að gera upp í evrum og ætlar að sækja á fundi hluthafa heimild til að færa hlutafé yfir í evrur. Þar á bæ hefur hins vegar ekki verið tekin ákvörðun um hvort heimildin verður nýtt.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira