Viðskipti innlent

Samkeppnishæfnin skoðuð

Michael E. Porter
Michael E. Porter

Iðntæknistofnun kannar samkeppnishæfni Íslands í samvinnu við Alþjóða efnahagsstofnunina, World Economic Forum (WEF) og sendir á næstu vikum út spurningalista. Velt er upp spurningunni hvers vegna hagkerfi sumra þjóða vaxi hraðar en annarra.

Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar, vonar að sem flestir stjórnendur taki þátt . Svör þurfa að berast frá 50 fyrirtækjum til að Ísland verði gjaldgengt í næstu úttekt WEF.

Skýrsla um samkeppnishæfni þjóða kemur að hausti og kynnti ekki ómerkari maður en bandaríski hagfræðingurinn Michael E. Porter hana hér í fyrra.

Ísland tók fyrst þátt í könnun WEF fyrir 12 árum og var í fimmta sæti í fyrra. Hallgrímur segir að í ár verði stuðs við alþjóðlega samkeppnisvísitölu hagvaxtar í fyrsta sinn. Sé samkeppnishæfni Íslands umreiknuð fellur þjóðin niður um níu sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×