Viðskipti innlent

Vefur FME endurnýjaður

www.fme.is Endurbættur vefur Fjámálaeftirlitsins hefur yfir sér léttara yfirbragð og er litskrúðugri en sá sem fyrir var.
www.fme.is Endurbættur vefur Fjámálaeftirlitsins hefur yfir sér léttara yfirbragð og er litskrúðugri en sá sem fyrir var.

Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is.

Á vefnum er haft eftir Jónasi Fr. Jónssyni, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að nýi vefurinn verði í frekari þróun næstu misserin, en hann gegni lykilhlutverki í framkvæmd upplýsingatæknistefnu eftirlitsins. „Þar sem megináhersla verður lögð á að auka skilvirkni og gæði með rafvæðingu samskiptaferla við eftirlitsskylda aðila,“ er haft eftir Jónasi.

Á nýja vefnum geta eftirlitsskyldir aðilar skráð sig inn í gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlitsins og þannig skilað ýmsum skýrslum og innherjalistum með rafrænum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×