Viðskipti innlent

Meiri hagnaður en öll fyrri ár 21. aldar

Hagnaður Sparisjóðs Mýrar-sýslu (SPM) nam tæpum 1.458 milljónum króna í fyrra og jókst um 137 prósent á milli ára. Þetta er meiri hagnaður en sem nam öllum samanlögðum hagnaði áranna 2001-2005.

Arðsemi eigin fjár var um 70 prósent á árinu 2006.

Hreinar vaxtatekjur voru 709 milljónir en mesti vöxturinn lá í öðrum rekstrartekjum sem námu 2.233 milljónum króna og ríflega tvöfölduðust. SPM er meðal hluthafa í Existu sem var skráð á markað á síðasta ári og myndaðist þá mikill gengishagnaður.

Eignir SPM stóðu í 33,7 milljörðum króna í árslok og hækkuðu um 31 prósent á milli ára. Eigið fé SPM var komið í 3.544 milljónir í lok árs og jókst um 69 prósent.

Stofnfé SPM er 4,5 milljónir króna; allt í eigu Borgarbyggðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×