Viðskipti innlent

Sunnlenskur samruni

Sparisjóður Hornafjarðar og Sparisjóður Vestmannaeyja hafa runnið saman í eitt undir merkjum þess síðarnefnda. FME lagði fyrir skömmu blessun sína yfir samrunann sem miðast við 30. júni á síðasta ári.

Stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum í Vestmannaeyjum samþykktu samrunann fyrir jól en ekki þurfti að bera áformin undir fund stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hornafjarðar þar sem sparisjóðurinn var að öllu leyti í eigu sparisjóðsins í Eyjum.

Árið 2005 skilaði Sparisjóður Vestmannaeyja 180 milljóna króna hagnaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×