Viðskipti innlent

Ágæt afkoma á Bolungarvík

Frá Bolungarvík. Hagnaður Sparisjóðs Bolungarvíkur jókst um 68 prósent á milli áranna 2005 og 2006.
Frá Bolungarvík. Hagnaður Sparisjóðs Bolungarvíkur jókst um 68 prósent á milli áranna 2005 og 2006.

Sparisjóður Bolungarvíkur skilaði 185 milljóna króna hagnaði árið 2006 og jókst um 68 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár nam 20,2 prósentum samanborið við 12,7 prósent árið 2005.

Vaxtatekjur drógust lítillega saman en aðrar tekjur jukust töluvert. Hreinar rekstrartekjur námu 460 milljónum sem var 24 prósenta aukning.

Önnur rekstrargjöld voru 173 milljónir og stóðu nánast í stað.

Heildareignir stóðu í 6.571 milljónum króna í árslok, þar af voru útlán 3,5 milljarðar. Eigið fé nam 1.152 milljónum króna og jókst um tæp 23 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×