Lífið

Lofaði deyjandi móður sinni að giftast Brad Pitt

Angelina Jolie hefur ákveðið að giftast kærasta sínum Brad Pitt. Þessu lofaði hún móður sinni skömmu áður en hún lést.

Hollywoodparið Angelina Jolie og Brad Pitt voru bæði hjá móður leikkonunnar þegar hún lést í síðasta mánuði. Marcheline Bertrand hafði barist við krabbamein í eggjastokkum í sjö ár en gaf upp öndina á sjúkrahúsi í Los Angeles fyrir tíu dögum.

Samkvæmt fréttum fjölmiðla lofaði Angelina móður sinni að hún myndi giftast Brad Pitt skömmu fyrir andlát hennar. Talið er líklegt að brúðkaup þeirra verði haldið á næstu mánuðum. „Marcheline hélt í hönd Angie og sagði: „Þú skalt giftast þessum manni.

Hann er engill sem var sendur til að líta eftir þér." Marcheline leit nánast á hann sem son sinn. Hann var í miklum metum hjá henni og hún var stöðugt að nöldra í Angie um að giftast honum," segir heimildarmaður The Sun-day Express sem sagður er nákominn fjölskyldunni.

Heimildarmaðurinn segir jafnframt að Brad hafi aldrei gefið það frá sér að Angelina myndi giftast honum. Hún hafi hins vegar ekki tekið það í mál fram að þessu, en sagt börn þeirra binda þau saman á lögformlegan hátt. „Nú þarf hún að standa við loforðið sem hún gaf deyjandi móður sinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.