Viðskipti innlent

Viðsnúningur á þessu ári

Hagstofa Íslands birti í gær hagvísa í Hagtíðindum sínum en þar kemur fram að vöruskiptahalli er minni í janúar en desember.
Hagstofa Íslands birti í gær hagvísa í Hagtíðindum sínum en þar kemur fram að vöruskiptahalli er minni í janúar en desember.

Halli á vöruskiptum við útlönd nam 6,5 milljörðum króna í janúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og 2,5 milljörðum minna en í fyrra mánuði þegar hann nam 9 milljörðum. Í janúar í fyrra nam hallinn 8,4 milljörðum króna.

Ítarleg sundurliðun á vöruskiptajöfnuði fyrir desember og janúar liggur ekki fyrir þar sem bara hafa verið birtar bráðabirgðatölur. „Þannig liggur ekki fyrir þróun innflutnings tengdum stóriðju né þróun innflutnings á neysluvörum en óreglulegir liðir eins og innflutningur á eldsneyti geta haft veruleg áhrif á tölur milli mánaða og skekkt myndina," bendir greiningardeild Kaupþings á í skrifum sínum.

Greiningardeildin gerir ráð fyrir að þegar yfirstandandi stóriðjuframkvæmdum ljúki verði viðsnúningur á vöruskiptum við útlönd og telur að í ár muni innflutingur dragast saman um 8 prósent frá fyrra ári. „Þá er jafnframt gert ráð fyrir samdrætti í einkaneyslu sem mun draga úr innflutningi á neysluvörum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×