Stefnuræðan hlýtur blendnar viðtökur 25. janúar 2007 06:00 Dick Cheney, George W. Bush og Nancy Pelosi Bush Bandaríkjaforseti flutti næstsíðustu stefnuræðu sína á þriðjudagskvöldið. Að baki honum sátu þau Dick Cheney varaforseti og Nancy Pelosi þingforseti fulltrúadeildarinnar. MYND/AP Stefnuræða George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær hlaut blendnar viðtökur. Það sem hann sagði um nauðsyn þess að draga verulega úr notkun á olíu og bensíni hlaut þó mun betri viðtökur heldur en áform hans um að fjölga í bandaríska herliðinu í Írak. Það á bæði við meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi og hjá stjórnmálamönnum víða um heim. „Hugmyndin um loftslagsbreytingar er loksins komin á varir hans,“ sagði Barack Obama, ein helsta stjarna Demókrataflokksins og einn þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2008. „Það var löngu orðið tímabært,“ bætti hann við. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist hafa fyllst bjartsýni á þróun umhverfismála eftir að hafa hlýtt á Bush flytja ræðuna, en ýmsir sögðu Bush þó engan veginn hafa talað nægilega skýrt. „Þetta hefði getað verið enn betra ef hann nefnt hvað bandarísk heimili og fyrirtæki þurfa að gera,“ sagði til dæmis Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur. Íraksáformin mættu hins vegar sterkri andstöðu, einkum frá demókrötum á Bandaríkjaþingi, sem vinna að því að fá þingið til að samþykkja ályktun gegn því að fjölga hermönnum í Írak. Jafnvel repúblikaninn Chuck Hagel, sem hefur lýst stuðningi sínum við þessa ályktun, sagði í gær: „Við verðum öll að vita hvað við erum að gera áður en við sendum 22 þúsund Bandaríkjamenn í viðbót í þessa kvörn.“ Í stefnuræðunni hvatti Bush þingmenn til þess að gefa Íraks-áformum sínum tækifæri áður en þeir hafni þeim. Í staðinn bauð hann demókrötum samvinnu í innanlandsmálum. Með ræðunni tókst honum þó ekki að sannfæra demókrata um Íraksmálið en þeir vildu meira tala um það heldur en hitt sem þeim fannst jákvætt í ræðunni. „Þótt forsetinn haldi áfram að horfa framhjá vilja þjóðarinnar munum við ekki horfa framhjá misheppnaðri stefnu þessa forseta,“ sögðu demókratarnir Nancy Pelosi, þingforseti fulltrúa-deildarinnar, og Harry Reid, sem er leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Stefnuræða George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær hlaut blendnar viðtökur. Það sem hann sagði um nauðsyn þess að draga verulega úr notkun á olíu og bensíni hlaut þó mun betri viðtökur heldur en áform hans um að fjölga í bandaríska herliðinu í Írak. Það á bæði við meðal þingmanna á Bandaríkjaþingi og hjá stjórnmálamönnum víða um heim. „Hugmyndin um loftslagsbreytingar er loksins komin á varir hans,“ sagði Barack Obama, ein helsta stjarna Demókrataflokksins og einn þeirra sem ætla að bjóða sig fram í forsetakosningunum árið 2008. „Það var löngu orðið tímabært,“ bætti hann við. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist hafa fyllst bjartsýni á þróun umhverfismála eftir að hafa hlýtt á Bush flytja ræðuna, en ýmsir sögðu Bush þó engan veginn hafa talað nægilega skýrt. „Þetta hefði getað verið enn betra ef hann nefnt hvað bandarísk heimili og fyrirtæki þurfa að gera,“ sagði til dæmis Connie Hedegaard, umhverfisráðherra Danmerkur. Íraksáformin mættu hins vegar sterkri andstöðu, einkum frá demókrötum á Bandaríkjaþingi, sem vinna að því að fá þingið til að samþykkja ályktun gegn því að fjölga hermönnum í Írak. Jafnvel repúblikaninn Chuck Hagel, sem hefur lýst stuðningi sínum við þessa ályktun, sagði í gær: „Við verðum öll að vita hvað við erum að gera áður en við sendum 22 þúsund Bandaríkjamenn í viðbót í þessa kvörn.“ Í stefnuræðunni hvatti Bush þingmenn til þess að gefa Íraks-áformum sínum tækifæri áður en þeir hafni þeim. Í staðinn bauð hann demókrötum samvinnu í innanlandsmálum. Með ræðunni tókst honum þó ekki að sannfæra demókrata um Íraksmálið en þeir vildu meira tala um það heldur en hitt sem þeim fannst jákvætt í ræðunni. „Þótt forsetinn haldi áfram að horfa framhjá vilja þjóðarinnar munum við ekki horfa framhjá misheppnaðri stefnu þessa forseta,“ sögðu demókratarnir Nancy Pelosi, þingforseti fulltrúa-deildarinnar, og Harry Reid, sem er leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, í sameiginlegri yfirlýsingu sinni.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira