Viðskipti innlent

SPV má eiga þriðjung í SP

Fjármálaeftirlitið hefur heimilað Sparisjóði Vélstjóraað fara með virkan eignarhlut, allt að 33 prósentum í SP-Fjármögnun hf.

Á vef Fjármálaeftirlitsins kemur fram að heimildin hafi verið veitt 18. janúar síðastliðinn í samræmi við sjötta kafla laga númer 161 frá árinu 2002, um fjármálafyrirtæki.

Núverandi eignarhlutur Sparisjóðs Vélstjóra í SP-Fjármögnun hf. er 31,9 prósent af heildarhlutafé félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×