Viðskipti innlent

Straumur í Nordea

Straumur-Burðarás er sagður vera einn þeirra fjárfesta sem hafa keypt hlutabréf í Nordea, stærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda, að sögn Dagens Industri. Stefnt er að sölu á fimmtungshlut ríkisins í Nordea og er talið líklegt að finnska félagið Sampo, sem hefur keypt bréf í Nordea í stórum stíl, og Investor, stærsti hluthafinn í SEB, vilji eignast þann hlut.

Straumur átti hlut í Sampo í lok 3. ársfjórðungs á síðasta ári, sem metinn var á þrjá milljarða. Sampo hefur hækkað um 26 prósent frá lokum 3. árshluta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×