Viðskipti innlent

Íslensk auglýsing fer víða

Myndbrot úr auglýsingunni sem nú gerir víðreist um heiminn.
Myndbrot úr auglýsingunni sem nú gerir víðreist um heiminn.

Ímyndarauglýsing fyrir Volkswagen Passat sem Hvíta húsið og Saga film gerðu fyrir bifreiðaumboðið Heklu er nú sýnd við góðan orðstír á sjónvarpsstöðvum í Suður-Kóreu og Ungverjalandi. Útlit er fyrir að hróður íslenskrar auglýsingagerðar berist víðar því þegar hefur komið fyrirspurn frá Taívan um afnot af auglýsingunni.

Fram kemur í tilkynningu að auglýsingin sé tekin á völdum stöðum í Reykjavík og á Nesjavöllum. Leikstjóri var Sævar Guðmundsson og Barði Jóhannsson í Bang Gang samdi tónlist sérstaklega fyrir verkefnið. „Passat-auglýsingin barst frá litla Íslandi til milljónamarkaðanna í Suður-Kóreu (49 milljónir íbúa) og Ungverjalandi (10 milljónir íbúa) fyrir tilstilli auglýsingastofu Volkswagen í Evrópu, DDB International.“

Þá kemur fram að áætlaður sýningartími löndunum tveimur sé tveir til þrír mánuðir en tekjurnar séu þó takmarkaðar fyrir þá sem gerðu auglýsinguna, bæði lönd séu frekar ódýrir markaðir í samanburði við Vestur-Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×