Viðskipti innlent

Viðgerð frestað á Cantat-3

Viðgerðarskipið CS Pacific Guardian sem átti að gera við Ameríkulegg Cantat-3 sæstrengsins hefur verið sent aftur í heimahöfn á Bermúda og viðgerð frestað um óákveðinn tíma.

Skipið kom á bilunarstað mánudaginn 15. janúar en hefur ekki getað hafið viðgerð vegna slæms veðurs og sjólags. „Vegna veðurútlits hafa rekstraraðilar strengsins því ákveðið að fresta viðgerð að sinni,“ segir í tilkynningu og vísað til þess að strengurinn til Evrópu hafi verið gangsettur að nýju síðdegis 18. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×